Góð staða ríkissjóðs

Í ljósi erfiðleika á alþjóða fjármálamörkuðum er eðlilegt að menn hafi áhyggjur af stöðu mála á Íslandi. Hið nýja íslenska hagkerfi hefur verið spennandi að fylgjast með og erlendir fjárfestar hafa síðustu misseri séð tækifæri í að kaupa íslenskar krónur í von um vaxtahagnað, svo nokkuð sé nefnt. Hagnaðarvonin hefur hvílt á að gengi íslensku krónunnar héldist stöðugt, alla vega framyfir innlausn hinna svo kölluðu krónubréfa. Að sama skapi var vitað að um leið og drægi úr áhuga erlendra fjárfesta á krónubréfa, t.d. vegna vantrúar, myndi gengi krónunnar falla skjótt. Það er m.a. að gerast þessa dagana í formi löngu tímabærrar aðlögunar.

Fall á verðbrégamörkuðum hefur skaðað íslensk útrásarfyrirtæki og slök afkoma að undanförnu hjá sumum þeirra hefur verulega þrengt að eigin fjárstöðu þeirra. Einstaka fyrirtæki hefði ekki efni á annarri dýfu á verðbréfa-mörkuðum og þröng staða gerir og að verkum að þau geta síður notfært sér þau tækifæri sem nú bjóðast. Bankarnir standa sig ekki illa, þó svo að afkoman sé ekki í líkingu við mörg fyrri ár. Vegna vanþekkingar á íslenska efnahagskerfinu, og að nokkru einnig á bönkunum, er aðkoman að lánsfé ekki jafn greið og áður, sem mun skila sér í hærri vöxtum ef það var þá mögulegt á Íslandi.

Segja má að það sé tímabært að ríkisstjórnin taki málin að einhverju leyti í sínar hendur og leiði aðgerðir í þá átt að fullvissa alþjóða fjármálastofnanir um styrk íslenska efnahagskerfisins. Ríkissjóður stendur vel og hefur undanfarin ár safnað í sarpinn að segja má, með því að greiða niður skuldir og efna lífeyrissjóðsskuldbindingar opinberra starfsmanna. Ríkið er því vel í stakk búið til þess að mæta áföllum og gera hvað í þess valdi er til þess að smyrja hjól efnahagslífsins. Það ætti m.a. að hjálpa bönkunum að takast á við áföll og almennt að viðhalda tiltrú fólks eða allt þar til kemur að næstu uppsveiflu.

Hvort sem niðursveiflan, sem rætt er um að sé framundan, verði í formi skells eða "lendingar", þá er ríkissjóður í stakk búinn til þess að mæta útgjaldaaukningu og halda uppi atvinnustigi, fjárfestingum og kaupmætti, umfram það sem það gerir nú þegar. Reyndar hafa sumir bent á að í góðæri síðustu ára hefði hið opinbera mátt halda aftur af sér meira en hefur verið gert, létt þrýstingi á efnahagslífið og þar með orsakað minni þenslu - sem, eins og menn þekkja hefur haldið uppi hárri verðbólgu og háu vaxtastigi. En það er önnur saga og nú er mikilvægast að endurvinna traust á íslensku efnahagslífi.


mbl.is Ráðherrar ræða við aðila á fjármálamarkaði í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband