Hanna Birna getur beðið enn um sinn ...

Hanna Birna getur í sjálfu sér ekki sagt mikið meira. Sem stendur er hennar staða sterk og ef hún heldur vel á spilunum getur hún væntanlega leitt Sjálfstæðisflokkin í borginni innan tíðar. Hún er því e.t.v. ekki reiðubúin að hætta öllu með ótímabærri tilraun til valdatöku. Hún veit sem er að hún getur leyft sér enn um sinn að vera þolinmóð - en ekki of lengi samt. Vilhjálmur á erfitt með að sætta sig við að taka afleiðingum gjörða sinna og þess gjörningaveðurs sem hefur verið í kringum hann og þess pólitíska gjaldþrots sem hann horfir framan í nú - sá veruleiki er honum of sár.

Vilhjálmur hefur að baki farsælan feril í störfum fyrir Reykjavíkurborg og samband sveitarfélaga. Hann olli ekki sem skyldi borgarstjóraembættinu, eða öllu heldur að vera forystumaður síns fólks. Hver hlutur einstakra borgarfulltrúa flokksins er í því ferli öllu saman veit maður ekki en víst er að ekki tókst Vilhjálmi að leiða hópinn sem skyldi. Nú ætti hann að sjá sóma sinn í því að koma sér hljóðlega útúr borgarmálunum. Hann getur eflaust leyft sér að starfa áfram sem borgarfulltrúi og miðla af reynslu sinni enn um sinn en þegar nær dregur kosningum mætti hann gjarnan stíga alfarið til hliðar. Reyndar mætti það gerast fyrr en síðar.


mbl.is Styður yfirlýsingu Vilhjálms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband