Eru bankarnir traustsins verðir?

Hvað sem segja má um lækkun á lánshæfismati Moody´s í gær, þá fól matið í sér traust á íslensku bönkunum, sérstaklega ef tekið er mið af þeirri umræðu sem hefur staðið um afkomu þeirra. Misvitrir fræðingar, m.a. í dönskum bönkum, sem hafa verið í samkeppni við banka á borð við Kaupthing, hafa básúnað slæmt gengi íslenskra banka en ekki byggt sumar ályktanir sínar á traustustu gögnum. Staða bankanna er all sterk, þó svo að bæta megi starfsemi þeirra og huga betur að innra skipulagi og eigna-körfum þeirra. Menn verða að læra af mótbyr síðasta misseris og ekkert því til fyrirstöðu að svo muni verða.

Bent hefur verið á að niðursveiflan að undanförnu feli í sér tækifæri. Þau munu bankarnir væntanlega ekki geta nýtt sem skyldi, vegna tregðu á millibankalánveitingum þeim til handa. Kjörin sem bjóðast eru svo slæm að flest er betra en að ganga þá braut. Ef lausafé er til staðar eru tækifæri til kaupa góð fyrir marga um þessar mundir. Hvort íslensku bankarnir falli undir þá skilgreiningu er óvíst, væntanlega er markaðsvirði þeirra nokkuð sanngjarnt þessa stundina, hvað sem segja má að nokkrum tíma liðnum. Nú reynir á stjórnendur að endurnýja traust á alþjóða vettvangi og búa undir nýja sókn.


mbl.is Bankarnir hækka í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband