Vantar ekki eitthvað inn í jöfnuna?

Megin galli þessarar samantektar hjá Gylfa er hvernig hann túlkar skulda- og eignasamsetningu alls kyns dótturfyrirtækja íslenskra útrásarfyrirtækja. Í sumum tilfellum eru jafnvel skuldir þeirra færðar skuldamegin á Íslandi en jafnframt fært til eigna í fjarlægu landi dótturfyrirtækisins. Var tekið tillit til þess? Íslendingar sem slíkir eiga vitanlega ekki þessar skuldir og eignir, sem velta þessum stóru upphæðum, heldur fyrirtæki undir eignahatti m.a. íslenskra fjármála- og útrásarfyrirtækja.

Viðvaranir Gylfa eru í raun gamlar fréttir. Bankarnir hafa, svo dæmi sé tekið, þegar hafist handa við að styrkja eignastöðu sína og leggja grunn að sterkari lausafjárstöðu. Hrein eign þeirra liggur í hundruðum, ef ekki þúsundum milljarða króna, þrátt fyrir verðbréfafall undanfarið misseri. Án þess að gera lítið úr brestum íslenska módelsins er ljóst að Íslendingar eru nýir leikendur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og þar er ávallt viss hætta á ferðum. Það er jú eðli hins kapitalíska markaðar.

Ríkissjóður stendur vel, nánast skuldlaus, og lífeyriseign þjóðarinnar er öfundarefni annarra þjóða. Til langs tíma vinna verðbréfamarkaðir með þeim sem taka þátt af hæfilegri blöndu af áræðni og skynsemi. Ég hef fulla trú á að stjórnendur bankanna hafi þegar lært all mikið af breyttum aðstæðum og verði vel í stakk búnir til þess að mæta næstu verkefnum með dug og dáð. Á meðan verðum við hin að venja okkur við að fjármála- og verðbréfamarkaðir eru sveiflukennd fyrirbæri en stefna til lengri tíma litið ávallt upp á við.


mbl.is Íslendingar skulda mest í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband