Hví endurómar utanríkisráðherra stefnu Pekingstjórnarinnar?

Var það þetta sem utanríkisráðherra átti við þegar hún sagði um Afganistan að hún vildi kynna sér allar hliðar mála? Er formaður Samfylkingarinnar nú búinn að kynna sér málefni Taiwan út í æsar og í kjölfarið ákveðið að enduróma vilja alræðisaflanna í Peking? Man einhver sérstaklega eftir að Íslendingar hafi nokkurn tíma rætt um afstöðu til sameiningar Kína og Taiwan? Erum við ekki, þrátt fyrir allt, samsinnt einhvers konar ákvörðunarrétti fólksins sem byggir ríkið Taiwan?

Hvað sem segja má um Taiwan, þá eru þeir sjálfstætt ríki í flestum skilningi þess orðs. Er það okkar hlutverk að standa í vegi fyrir vilja fólksins og þess kjörnu fulltrúa á Taiwan. Ætlum við frekar að lúta í gras fyrir vilja alræðisstjórnvalda í Peking? Eru þetta tólin og tækin sem þarf til þess að komast í öryggisráðið? Er svo komið fyrir okkur að viðskiptasambönd við Kína meina okkur að tala fyrir frelsi í heiminum? Vorum við svona langt leidd á sínum tíma þegar við versluðum sem mest við Sovétríkin sálugu? Ég held ekki.


mbl.is Íslendingar styðja ekki SÞ-umsókn Taívan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er það með þessu hugarfari sem við sækjumst eftir setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna?

Árni Gunnarsson, 15.3.2008 kl. 15:39

2 Smámynd: Ólafur Als

Sérkennilegt er þetta hugarfar sem felur í sér að virða vilja alræðisaflanna í Peking gegn óskum lýðræðislegra kjörinna stjórnvalda í Taiwan. Vorum við ekki eitt sinn í framvarðasveit þjóða sem viðurkenndu sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna?

Ólafur Als, 15.3.2008 kl. 15:55

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Ólafur, ég er í prinsippinu alveg sammála þér en þetta er kannski frekar spurning um pragmatisma, utanríkisráðuneytið er nú í miðri og kostnaðarsamri kosningabaráttu.  Staðreyndin er sú, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að Pekingstjórnin hefur það mikil ítök í fjölda ríkja t.a.m. í Afríku að Íslendingar myndu  afsala sér nokkrum fjölda atkvæða til setur í öryggisráðinu með því að styðja umsókn Formósu.

Sigurður Þórðarson, 15.3.2008 kl. 20:27

4 Smámynd: Ólafur Als

Ef pragmatisminn felur í sér að styðja EKKI við bakið á lýðræðisríkjum, þá hefur sú tilhneiging fengið verri stimpil en hún á skilið. Hver eru annars áformin að loknum atkvæðaveiðunum? Að ulla framan í ríkin sem studdu okkur og segja allt í plati? Við erum, þrátt fyrir allt, lýðræðisríki og ættum að styðja sérhverja tilraun til eflingar lýðræðinu og sjálfsákvörðunarrétti þjóða - eða munum við áfram enduróma raddir einræðisríkja vegna þess að það felur í sér pragmatisma?

Er ekki ljóst að Íslendingar eru komnir fram úr sjálfum sér í þessu öryggisráðsbrölti? Er ekki ljóst að utanríkisráðherra er búin að selja allar sínar gömlu sannfæringar fyrir upphefð sem við ráðum einfaldlega ekki við? Ef gjaldið fyrir inngöngu í öryggisráðið er að snúa baki við gildum sem Íslendingar allir sammælast um er eins gott að snúa sér að öðru og þarfara áhugamáli.

Taiwan hefur og fyrir löngu lagt að baki nafnið Formósa, er það ekki?

Ólafur Als, 15.3.2008 kl. 20:51

5 Smámynd: Ólafur Als

Kristinn, Taiwan ER góði karlinn og Kína ER vondi karlinn!

Ólafur Als, 16.3.2008 kl. 14:42

6 Smámynd: Ólafur Als

Kristinn, það tekur enginn alvarlega einhverju rausi í Taiwan sem tengist því hvort Mongólía eigi að vera hluti af Kína eða ekki. Við líkjum slíku við fræðilegt rifrildi í besta falli. Annars settu Taiwanbúar upp sendiráð í Ulan Bator árið 2002 og viðurkenndu tilvist ríkisins, þó svo að Mongólar hafi árinu eftir látið beygja sig af stjórnvöldum í Peking og segja Taiwan vera hluta af Kína.

Taiwan hefur gjarnan nefnt Kína Republic of China (ROC) eins og það var kallað árið 1912, þegar síðasta keisarastjórnin fór frá. Eftir yfirtöku kommúnista árið 1949 nefndu þeir Kína People´s Republic og China (PRC) - Taiwan lítur svo á þeir ráði enn yfir ROC en Peking vill að Taiwan verði hlut af þeim - en nóta bene með ALLT öðrum hætti. Á meðan Taiwan viðurkennir í raun tilvist PRC hefur Pekingstjórnin ávallt sagst reiðubúin til þess að troða vilja sínum ofan í kok Taiwanbúa.

Þess vegna eru Kínverjar VONDI KARLINN og Taiwanar góðu gæjarnir, Kristinn.

Ólafur Als, 16.3.2008 kl. 19:23

7 Smámynd: Ólafur Als

Vitanlega er tilkall Taiwana fræðilegt, á meðan þeir ætla sér ekki að gera alvöru úr því með t.d. vopnum. Það hafa Kínverjar gert í Tíbet og hóta enn að gera gagnvart Taiwan. Svo einfalt og barnalegt er það, svo kaldur er sá kaldastríðsveruleiki sem Taiwanbúar lifa við, Kristinn. Eft þú heldur að mín afstaða sé endurspegluð í Taiwan og Kína ertu meira úti á þekju en þó hefur komið fram í sumum athugasemda þinna hingað til.

Hvernig væri nú að þú tæklaðir athugasemdir annarra í stað eilífra palladóma og froðusnakks? Sem dæmi hafa ráðamenn í Taiwan, auk þess að viðurkenna tilvist Mongólíu og setja þar upp sendiráð, látið hafa eftir sér að Mongólía verðskuldi sitt sjálfstæði. Svo geta alls kyns aðilar verið þeim ósammála innan Taiwan, hræsnað ef vera vill, en hvað ætla og geta þeir svo sem gert í því? Frekar en t.d. við gagnvart ofríki Norðmanna við Svalbarð?

Ekkert, og þess vegna er þetta tal ekki annað en raus, ólíkt tali þeirra Pekingmanna, sem hafa getu og vilja til þess að ná fram vilja sínum gegn Taiwan. Ef ekki hefði verið fyrir Bandaríkjaher og afstöðu Washington í þá vera að verja sjálfstæði Taiwans væru Kínverjar löngu búnir að gera innrás. Er það þetta kallar sem þú kaldastríðsrugl, Kristinn?

Síðan hvenær hafa einræðis- og alræðisöfl skilið annað en hörku og stálið kalt? Er von til þess að Pekingklíkan ætli sér að breyta um stíl. Í nær 60 ár hefur hún miðað stríðstólum sínum að Taiwan, með hvers konar sanngirni að vopni sérðu fyrir þér að þeir hætti því, Kristinn?

Með þessa afstöðu að vopni nálgast maður vandamálin en byggir umræðurnar á kurteisara tali, sem ég veit að þú hefur dálæti á, Kristinn. Ef nokkur heldur að stjórnvöld í Kína sé hægt að ræða við af sanngirni, gefi hann sig vinsamlegast fram. Ef nokkur telur að Pekingherrarnir muni af sanngirni meðhöndla tíbetska þjóð, vinsamlegast gefi hann sig fram. Ef nokkur telur að Kínaher muni ekki beina vopnum sínum áfram að Taiwan, vinsamlegast gefi hann sig fram. Ef nokkur telur að Taiwan muni gera alvöru úr umræðu á heimavelli um sögulega stærð Kína, vinsamlegast gefi hann sig fram.

Ólafur Als, 17.3.2008 kl. 09:07

8 Smámynd: Ólafur Als

Hér ertu búinn að snúa hlutunum á hvolf, Kristinn. Hættan er RAUNVERULEG, ellegar þyrftu Taiwanbúar EKKI að treysta á Bandaríkjaher. Þetta sér hver maður.

Hættan af Taiwanher er EKKI raunveruleg, og því einungis fræðileg. Yfirvöld þar í landi eru valin í kosningum og munu því seint kallast klíka. Að líkja Taiwanstjórn við einræðisöflin í Kína eru kaldastríðsaðferðir; líkt og vinstri menn gerðu á árum áður þegar þeir líktu Bandaríkjunum við Sovétríkin sálugu. Líkt og þú stundar enn í þessari umræðu hér, þú getur ekki setið á þér og minnist á átökin í Írak, sem tengist umræðunni ekkert. Kommúnistarnir í Peking eru þér þakklátir fyrir slíka útursnúninga, líkt og Sovétið forðum daga, og treystir á að þú munir halda þeim áfram.

Að virða sjálfsákvörðunarrétt Taiwans er þvermóðska sem ég mun ekki gefa frá mér - það er einu sinni svo að maður heldur í sumt gott og gefur ekki undan í þeim efnum. Ef nánar er skoðað svararðu fáu, Kristinn. Helst að þú bregðir fyrir þig alkunnri smjörklípuaðferð og svo vitanlega fyrrnefndri kaldastríðsaðferð sem felur í sér að leggja að jöfnu deilendur, sem eru alls ekki jafnir.

Hver veit nema Kínverjar sameinist í sameiginlegu ríki Kína og Taiwan. Það mun einungis gerast með tvennum hætti. Annars vegar með innrás Kína og hersetu í Taiwan, hins vegar að kommúnistar fari frá völdum í Peking og fólkið fái í hendur völdin í e.k. lýðræði. Einungis með þeim hætti væri hægt að ræða við Kína meginlandsins og vinna að sameiningu Taiwan og Kína - og um síðir frelsun Tíbet.

En við skulum endilega ræða stærð hers Taiwans og sögulegar skýringar þeirra um yfirráð Kínverja og leggja það að jöfnu við framferði kommúnistarisans handan sundsins. Og ef það dugar ekki, sem það gerir greinilega ekki, skulum við minnast á Bandaríkin. Vá, Kristinn, er ekki gott að vera þú?

PS. reyndar myndi ég styðja "yfirráð" Taiwan yfir núverandi Kína, því þau fælu vitanlega í sér yfirráð fólksins; að fallið yrði frá sósíalismastjórn og komið á e.k. lýðræði. Það er e.t.v. stóri munurinn í þessu öllu saman.

Ólafur Als, 17.3.2008 kl. 13:03

9 Smámynd: Ólafur Als

Enn og aftur skilur Kristinn ekki einföldustu hluti. Hann skilur t.d. ekki að vegna HÆTTU á innrás frá meginlandi Kína, þurfa Bandaríkin að styðja við bakið á Taiwan. Ef sú hætta væri ekki raunveruleg myndu varnirnar ekki heldur vera raunverulegar. Stálið stinna frá klíkunni í Washington heldur aftur af þeim.

Vitanlega kemur Tíbet málinu við, sé rætt um alvöruna sem kommúnistarnir í Peking gera úr hótunum sínum - það gerir þá m.a. vonda. Og enn og aftur gleður þú valdhafana í Peking með því að leggja þá að jöfnu við stjórnvöld í Taiwan og Bandaríkjunum - þessi söngur er akkúrat það sem þeir vilja heyra því hann tryggir þeim frið frá athygli heimsins að vinna sín voðaverk. Að líkja geltinu í Taiwan við öskur Kínverja er ekki einu sinni fyndið.

Ekki skildurðu síðustu málsgreinina sé ég. E.t.v. ekki nema von. Flestir aðrir myndu skilja það sem svo að yfirráðin fælust einmitt ekki í yfirráðum, að fólkinu yrði fært völdin í hendur og gæti sameinast um lyðræðislega stjórn. En ekki Kristinn, hann er jú svo upptekinn af því að kalla yfirvöld í Taiwan klíku og mafíu. Svo koma náttúrulega þessir frábæru frasar:

"Þú ert semsagt haldinn sama einstrengingsháttnum og Taipei mafían"

"Ef svo er þá verðuru að fara á einhver paranojulyf"

"... vinsamlegast farið og leggist inn á Klepp"

"Byrjið aftur í leikskóla og vinnið ykkur upp. Síðasta skólaganga hefur greinilega misheppnast"

- hér er nú bara stiklað á stóru til þess að gefa fólki tækifæri á að sjá hvílíka mannvitsbrekku maður fæst við í þessu máli. Reyndar hafa nokkrir kunningja minna haft það á orði að þeir skemmti sér vel yfir sumum skrifum KHG ... þeim hefur þó ekki alltaf verið hlátur í huga.

Ólafur Als, 17.3.2008 kl. 17:27

10 Smámynd: Ólafur Als

Enn skilur Kristinn ekki og enn mun hann skemmta okkur með illa grunduðu mati á stöðu mála og gífuryrtum yfirlýsingum um pólitíska andstædinga. Taiwanbúar vilja að Kínverjar stjórni sér sjálfir, ekki að kommúnistar stjórni. Í því felst m.a. misskilningur Kristins. Hann áttar sig ekki á að Taiwanbúar stjórna sér að mestu sjálfir, ekki einhver valdaklíka, líkt og í Peking. Frelsisunnandi menn munu því enn berjast fyrir niðurlögum kommúnista í Peking, væntanlega án KHG.

Reyndar eru kunningjar mínir hér í Danmörku ekki læsir á íslensku en það eru þeir heima á Fróni - þeir hafa t.d. allir tamið sér kurteisari orðræðu en KHG.

Ólafur Als, 17.3.2008 kl. 20:01

11 Smámynd: Ólafur Als

"Eru það kannski bangsarnir þínir eða he-man kallarnir?"

Kristinn, segir þetta ekki meira en nokkuð annað um sandkassaleikinn sem þú stundar hér og reyndar víðar? Svona bull nær því ekki einu sinni að vera fyndið.

Hvort sem um þjóðernislegar hneigðir er að ræða eða ekki, eru stjórnvöld í Taiwan af lyðræðislegum toga og vilja að Kínverjar á meginlandi njóti þess einnig. Í þeirri lausn er enginn að ráða yfir öðrum, eins og kommúnistar í Peking vilja - þess vegna eiga Íslendingar að styðja hug fólks í Taiwan en ekki láta að vilja Pekinstjórnarinnar.

Ólafur Als, 18.3.2008 kl. 00:17

12 Smámynd: Ólafur Als

Kristinn, ég er algerlega ósammála, og þykist vita að þú hafir alrangt fyrir þér. Hef m.a. rætt við Íslending sem starfaði í mörg ár í Taiwan og kannast hann ekki við þessi viðhorf sem þú endurómar. Ekki svo að skilja að þau fyrirfinnist ekki, öfgafólk finnst jú alls staðar, sbr. sum viðhorf þín, en þessi tilteknu viðhorf eru ekki viðhorf meginþorra fólks eða stjórnvalda í Taiwan. Að öðru leyti veit ég lítið um góðvilja Taiwanbúa, geri ekki ráð fyrir að hann sé meiri eða minni en margra annarra.

Kristinn, farðu nú í sandkassaleik annars staðar, að breiða út fagnaðarerindi þitt og manngæsku. Manni skilst að þú hafir einnig orðið þér til skammar sums staðar þar en hve víða veit ég ekki.

Ólafur Als, 18.3.2008 kl. 09:44

13 Smámynd: Ólafur Als

Kunninginn heitir Páll Pálsson og starfaði hann til margra ára fyrir Siemens í Taiwan. Hann er nú starfandi í Venezuela fyrir sama fyrirtæki. Kristinn, röksemdafærslan þín er til vitnis um málefnafátækt þína. Reyndu nú að gera það sem ég segi og leika þér annars staðar. Hingað ertu ekki velkominn fyrr en þú hefur lært mannasiði.

Ólafur Als, 18.3.2008 kl. 12:03

14 Smámynd: Ólafur Als

Kristinn, skilurðu ekki mannamál? Á meðan þú kannt ekki mannasiði, ertu ekki velkominn hér. Svo einfalt er það.

Ólafur Als, 18.3.2008 kl. 14:12

15 Smámynd: Ólafur Als

Nei, Kristinn, því ef rökin eru þau ad segja andmælandann ljúga er ekkert eftir til umræðu. Ofan á skort á mannasiðum ætlar þú nú að bæta við heimsku - sem er svo sem í lagi mín vegna. Enn einu sinni endurtek ég: Á meðan þú kannt ekki mannasiði, ertu ekki velkominn hér. Hver erfitt er að skilja það?

Ólafur Als, 18.3.2008 kl. 14:24

16 Smámynd: Ólafur Als

Kristinn, hve gamall ertu í raun? Svona talar ekki fullorðið fólk. Ég veit ekki hvort eitthvað sé að í sinninu þínu, hver veit? Ef svo er, áttu mína samúð. Að öðru leyti er mér sama hvort þú trúir eða ekki, ég veit bara að ef farið er inn á þá braut að saka fólk um lygar er ekkert eftir til umræðu. Ekkert.

Ég hef nú beðið þig margoft að snúa athyglinni annað. Vittu til, þú ert velkominn aftur þegar þú hefur lært mannasiði, en þangað til ertu ekki velkominn hér.

Ólafur Als, 18.3.2008 kl. 14:40

17 Smámynd: Ólafur Als

Kristinn, þú áttar þig greinilega ekki á að orð þín skaða engan nema sjálfan þig. Ég hef gert grein fyrir skoðunum mínum og standa þær óhaggaðar, þó svo að þú takir ekki undir slíkt. Datt þér ef til vill í hug að einhver spyrði þig um leyfi? Nei, svo langt leiddur geturðu ekki verið.

Vertu nú svo vænn, og snúðu þér annað. Hér eru menn fyrir löngu hættir að hlæja að þér.

Ólafur Als, 18.3.2008 kl. 15:18

18 Smámynd: Ólafur Als

Kristinn, þú virðist haldinn þeirri ranghugmund að einhvern varði um hvað þú hefur fram að færa - það gerist ekki fyrr en þú hefur lært mannasiði. Ef þú telur aðra ljúga, ná samræðurnar ekki lengra. Bangsahúmorinn var svo sem ágætur í fyrstu en nú fer maður bara að vorkenna þér.

Reyndu nú að bjarga einhverju af sjálfsvirðingu þinni, Kristinn, og snúðu þér annað.

Ólafur Als, 18.3.2008 kl. 15:33

19 Smámynd: Ólafur Als

Kristinn, ég er að biðja þig að hætta þessari vitleysu og snúa þér annað. Ef þú vilt kalla það svar, þá gott og vel. Á nógu mörgum stöðum hefur þér verið úthýst. Farðu til dæmis að blogga sjálfur. En fyrst og fremst snúðu þér annað, þ.e. þar til þú hefur lært mannasiði.

Ólafur Als, 18.3.2008 kl. 16:25

20 Smámynd: Ólafur Als

Kristinn, þessi árátta þín er sjúkleg. Leitadu þér hjálpar.

Ólafur Als, 18.3.2008 kl. 17:02

21 Smámynd: Ólafur Als

Sjúklegt er það, gott og vel.

Ólafur Als, 18.3.2008 kl. 17:16

22 Smámynd: Ólafur Als

Uppgjöfin stóra fól í að væna aðra um lygar.

Snúðu þér nú annað, Kristinn, og hættu að angra fólk.

Ólafur Als, 18.3.2008 kl. 17:30

23 Smámynd: Ólafur Als

Snúðu þér þá að öðru, Kristinn, en að láta angra þig hér. Eureka!

Ólafur Als, 18.3.2008 kl. 17:59

24 Smámynd: Ólafur Als

Kristnn, vont er til þess að vita að 27 ára kjúklingur á borð við þig kunni ekki orðið mannasiði. Ég kannaðist eitt sinn við Kjerúlf fólk, sem var sómakært og vingjarnlegt í alla staði. Hver tengslin þeirra við þig eru veit ég ekki, en víst er að þau hefðu skammast sín fyrir framferði þitt í bloggheimum.

Ólafur Als, 19.3.2008 kl. 09:35

25 Smámynd: Ólafur Als

Kristinn, vinsamlegast snúðu tér annað.

Ólafur Als, 19.3.2008 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband