15.3.2008 | 16:10
Enn hefur mbl.is rangt eftir
Annan daginn í röð hefur netmiðillinn mbl.is rangt eftir. Presturinn sagði í predikun skömmu eftir 11. september 2001 að Bandaríkin og bandaríska þjóðin hefðu kallað yfir sig hryðjuverkin - EKKI að þau hefðu átt þátt í þeim. Á þessu tvennu er mikill munur og er öllum ljós sem hafa lesið fréttina á ensku.
Obama fordæmir ummæli prests síns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jú hann segir reyndar í nýju upptökunum sem er verið að rúlla hérna úti 24/7 á "the chosen channel" FOXnews ýmislegt mjög vafasamt. Meðal annars að Bandaríkin hefðu átt þátt í hryðjuverkunum sem og kallað þau yfir sig, og eiginlega ýmislegt mun verra. Þetta er skelfilegt mál fyrir Barackinn enda étur media-ið hérna þetta alveg upp.
Vona bara að kappinn tækli þetta.
Bk,
Tappi í Tampa
Ólinn (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 01:23
Ok, það sem við höfum séð hér austanhafs er að presturinn sagði í predikun 16. september, ef ég man rétt, að Bandaríkin hefðu kallað ósköpin yfir sig. Annað höfum við ekki haft til viðmiðunar. Ég geri ekki ráð fyrir að tetta mál muni skaða Obama, ekki fremur en alls kyns orðrómur um að hann sé múslimi og annað í þeim lygadúr.
Ólafur Als, 16.3.2008 kl. 04:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.