Mun bættur hagur sjávarútvegs laga stöðu efnahagsmála?

Í ljósi þróunar gengis má ætla að útflutningstekjur sjávarafurða aukist verulega á þessu ári. Reyndar munu atvinnugreinar, sem byggja á útflutningi, allar hafa hag af og sjávarútvegurinn mun síður finna fyrir samdrætti í veiðum á þorski. Að sama skapi hækka skuldirnar, sem eru skráðar í erlendum gjaldmiðlum, sérstaklega öðrum en dollar. Ferðamannaiðnaðurinn ætti einnig að gera það gott en í örum vexti undanfarinna ára hafa þeir ávallt náð að kvarta örlítið yfir sterkri stöðu krónunnar. Nú ættu aðilar í ferðamannaiðnaðinum að vera í sjöunda himni.

Íslenskt efnahagslíf er fjölbreyttara en áður, þegar allt klukkuverk íslensks efnahagslífs var nánast háð einni atvinnugrein, sjávarútveginum. Sveiflur í sjávarútvegi þýddu sveiflur í efnahag landsins og afkomu fólks. Nú eru aðrir tímar og versnandi afkoma útrásar- og fjármálafyrirtækja verður að hluta til hægt að mæta með betri afkomu í öðrum atvinnugreinum. Samspil af þessu tagi, ásamt með sterkri stöðu ríkissjóðs og lífeyrissjóða, mun í framtíðinni tryggja að sveiflur í íslensku efnahagslífi munu vera minna áberandi og stuðla að bættri afkomu Íslendinga til framtíðar.


mbl.is Aflaverðmæti jókst milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Sveiflur í sjávarútvegi er eitthvað sem við Íslendingar þekkjum mjög vel og hafa alltaf verið til staðar. Íslenskir útgerðarmenn og sjómenn hafa siglt gegnum margar slíkar gegnum árin, ef ekki áratugina. Það sem hættulegast er kannski í niðursveifluni í dag er hvort fjármála og útrásrgeirinn þolir þetta á sama hátt og sjávarútvegurinn. Fyrirtækið þar sem ég er að vinna hjá í dag hefur yfir að ráða um 2400 þorskígilda kvóta og missti 750 tonn af þorski við skeringuna síðastliðið haust. Samt voru þeir að kaupa nýtt skip í vetur til þess meðal annas að vera í stakk búnir að taka við uppsveifluni þegar þar að kemur

Kv Hólmarinn

Sigurbrandur Jakobsson, 17.3.2008 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband