Heimurinn mun lúffa fyrir Pekingklíkunni

Kínverjar eru góðir í markaðssetningu hugmynda sinna. Ef að líkum lætur mun þeim takast að þagga niður ástandið í Tíbet og gefa umheiminum færi á að njóta Ólympíuleikanna í sumar án þess að leiða hugann að örlögum Tíbetbúa. Kínverjum hefur tekist vel að einangra Taiwan á alþjóðavettvangi, með skipulegum hótunum, mútum og vel heppnuðum áróðri. Ef ekki væri fyrir hernaðarstuðning Bandaríkjamanna, væru þeir fyrir löngu búnir að gera alvöru úr hótunum sínum að ráðast á Taiwan.

Hersetan í Tíbet er raunveruleg og hún er grimmúðleg. Fyrir aldarfjórðungi sagði Solzhenitsyn að hvergi hefði kommúnískt ríki sýnt af sér jafn mikla grimmd og kúgun og í tilfelli Kínverja við Tíbetbúa. Þeir hafa og fengið að stunda sínar skipulegu hreinsanir og menningarmorð, nánast í friði frá áliti heimsins. Pekingklíkan, sem kann ekki að skammast sín, kallar útlagastjórnina klíku. Hún er rétt að byrja sitt áróðursstríð nú en fleira mun koma þeim til aðstoðar. Kommúnistarnir í Peking hafa til þessa getað treyst á að athyglin hafi beinst að stríðsátökum í Miðausturlöndum, Afríku og víðar.

Umheimurinn virðist ofurseldur framleiðslumætti Kínverja. Í þeim hafsjó viðskiptatækifæra sem blasað hafa við, höfum við leyft Kínverjum að ráðskast með okkur, leynt og ljóst. Um árið meinuðum við friðsömum samtökum að mótmæla við heimsókn kínversks ráðamanns, mannsins sem bar m.a. ábyrgð á morðunum við torg hins himneska friðar. Nú síðast náðum við óþekktri stærð í undirgefni okkar þegar við endurómuðum stefnu Pekingherranna varðandi óskir Taiwanbúa að verða fullgildir meðlimir hjá Sameinuðu Þjóðunum. Peking keypti utanríkisráðherra Íslands með von um atkvæði, sem þeir þurftu ekki einu sinni að lofa.


mbl.is Segir við Dalai Lama að sakast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Sæll Skúli,

þú gerir mér ekki lífið léttara með tilvísun í bók (ritsafn) sem ég hef ekki lesið ... vinsamlegast fræddu mig ef þú getur og nennir.

Ólafur Als, 18.3.2008 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband