Gamall samstarfsmaður Clinton hjónanna styður Obama

Það verður að teljast merkilegt að Bill Richardson skuli styðja Barack Obama en ekki Hillary Clinton. Hann var sendiherra Bandaríkjanna hjá S.Þ. í forsetatíð Bill Clintons og alla jafna talinn náinn Clinton hjónunum. Barack Obama hefur ekki gengið sem skyldi í skoðanakönnunum eftir að málið með prestinn hans komst í hámæli. Hann er nú all verulega á eftir Clinton í Pennsylvaniu og bilið virðist breikka. Hann má reyndar við því að tapa all stórt í ríkinu, svo fremi hann standi sig í þeim ríkjum sem eftir eru, líkt og skoðanakannanir gefa til kynna. Í því ljósi er á brattann að sækja fyrir Clinton og ekki bætir úr skák að fyrrum vopnabróðir, hr. Richardson, er genginn í raðir andstæðingsins.


mbl.is Richardson styður Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já hann var dálítið skrýtinn þessi prestur.  Þetta gaf allskyns skrýtnum sögusögnum um Obama byr undir báða vængi.  Samt fannst mér Obama svara þessu vel.  Persónulega fannst mér að ef hann hefði verið harðari í gagnrýni á prestinn hefði hann skotið yfir markið. Kannski er það rangt?

Sigurður Þórðarson, 21.3.2008 kl. 14:29

2 Smámynd: Ólafur Als

Breytir eflaust ekki miklu, svona löguðu er erfitt að mæta, skaðinn skeður eins og stundum er sagt.

Ólafur Als, 21.3.2008 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband