Bandaríkjamenn jákvæðir í garð ræðu Obamas

Viðbrögð bandarískra kjósenda hafa verið góð við ræðu Obamas. Vel flestir hafa sagt hana jákvæða fyrir frambjóðandann og fréttaskýrendur velta nú fyrir sér hvort Obama hafi ekki náð að snúa við þeim mótbyr sem hann hefur mætt eftir að ræður prestsins Wright fóru að birtast á netinu. Skoðanakannanir virðast styðja það en enn er of snemmt að fullyrða neitt. Fyrir skömmu virtist Obama saxa á forskot Clintons í Pennsylvania en reiðilestur Wright snéri því snögglega við. Innan fárra daga mun koma í ljós hvort ræða Obamas hafi snúið taflinu við, sér í hag á ný.

Kynþáttaumræða er eldfimt umræðuefni, jafnvel fyrir Obama með sinn fjölbreytta bakgrunn. Sérhver setning, sérhver frasi og sérhvert orð er grandskoðað af fjölmiðlum og almenningi. Ef nokkurt umræðuefni ber að forðast í lengstu lög eru það málefni sem varða kynþátt fólks, sérstaklega í ljósi þeirrar pólitísku rétthugsunar sem umlykur þá umræðu. Obama skautaði fimlega framhjá flestum hindrunum í sinni ræðu en þó var tekið eftir orðunum, "dæmigerð hvít kona", í lýsingu hans á ömmu sinni. Sumir hafa notað þessi orð Obamas og reynt að eigna honum kynþáttafordóma.

Skýringar Obamas á þessum orðum sínum eru forvitnilegar og til umhugsunar fyrir alla sem varða sig þessa umræðu. Hann vill ekki ganga svo langt að stimpla allt fólk fyrir fordóma sem varða kynþætti. Að gamla konan, amma hans, hafi verið smeyk við ókunna svarta menn kallar hann ekki fordóma, heldur miklu fremur e.k vanþekkingu eða innbyggða hræðslu. Obama er í raun að segja að menn skyldu varast að nota stimpilinn "rasisti" í hvert sinn sem einhver tjáir sig um máefni kynþátta í Bandaríkjunum. Að svo komnu máli hafa kjósendur brugðist jákvæðir við ræðu Obamas og svo er að sjá hvort henni megi líkja við aðrar frægar ræður, manna á borð við King og Kennedy, eins og sumir hafa imprað á.


mbl.is Kynþáttaræða Obama slær í gegn á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Ólafur og gleðilega hátíð!

 Það er mjög gaman að lesa pistlana þína frá Vínlandi. Þú ert öðrum mönnum fróðari um stjórnmál þar vestra og því finnst mér gagnlegt og skemmtilegt að fá lesgleraugun þín lánuð sem snöggvast.  Ég sá Steinþór bróður þínum bregða fyrir á Ómega um daginn. Hann var að þýða úr engilsaxnesku yfir á okkar gamla góða ylhýra, og tókst það með miklum sóma.  

Sigurður Þórðarson, 22.3.2008 kl. 11:39

2 Smámynd: Ólafur Als

Sæll Siggi minn,

takk fyrir þín vinsamlegu orð. Ég efast ekki um að Steinþóri hafi tekist vel upp, hann hefur alla tíð verið sleipur í enskunni og á köflum móðurmálinu einnig.

Njóttu hátiðarinnar sem allra best - utan bloggheima!!

Ólafur Als, 22.3.2008 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband