Ráða Íslendingar við að vera í fremstu röð í íþróttum?

Sænskir fjölmiðlar sýndu þessu móti lítinn áhuga - höfðu rétt svo fyrir því að segja frá úrslitum. Hugur þeirra er að mestu bundinn við sund þar sem Svíar hafa verið í baráttu um gull í fleirri en einni grein. Ótrúlegt hvað þessi þjóð stendur framarlega í mörgum greinum íþrótta. Þeir nálgast hvert verkefni með hugarfari sem einkennir sigurvegara. Þeir trúa á eigið ágæti og stuðningur hins opinbera og einkaaðila er tryggður öllum sem sýna hæfileika til þess að ná langt. Þeir kunna að ná fram því besta í sínu toppfólki með því m.a. að kenna því rétt hugarfar; þess sem vill og getur sigrað.

Margoft hefur maður óskað sér að Íslendingar lærðu af Svíum á þessu sviði. Að hafa trú á eigin getu og hafa getu til að verðskulda þá trú kemur ekki af sjálfu sér. Getuna höfum við stundum haft í handboltanum en andlega hliðin sjaldnast verið á pari. Stundum hafa væntingar borið okkur ofurliði en í seinni tíð tel ég að tíð þjálfaraskipti, ómarkviss stefnumörkun og minnkandi áhugi fyrir íþróttinni hafi staðið landsliðinu fyrir þrifum. Fáir efast um að Íslendingar hafi öfluga einstaklinga, þó svo að á breiddina skorti í samanburði við þá albestu. Hins vegar er það fremur happ an áætlun sem fær þá til þess að starfa saman sem skyldi.

Það mun taka tíma að læra af þeim bestu og yfirhöfuð tileinka sér hugsunarhátt þeirra. Hjá jafn fámennri þjóð og Íslendingar eru er ekki oft sem við eignumst íþróttamenn í fremstu röð. En þegar það gerist verðum við að hafa innprentað hjá þeim á unga aldri hugarfar sigurvegarans, vitneskjuna um að framgangur krefst fórna, stöðugrar vinnu og einbeitts vilja. Meira að segja Danir, með sinn "þú ert ekkert betri en ég" hugsanagang vita hvað þarf til þess að ná langt í íþróttum, að ekki sé talað um Norðmenn. Í öllum þessum löndum er ungviðið hvatt til dáða ef það sýnir vilja og hæfileika til þess að ná langt. Erum við Íslendingar á slíkri braut?


mbl.is Svíar lögðu Þjóðverja með sex mörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband