Aðilar ávallt reiðubúnir til þess að grípa til vopna

Ef marka má fjölmiðla hafa Egyptar unnið að því að koma á vopnahléi á milli Ísraela og Hamas upp á síðkastið. Eftir hin blóðugu átök fyrir fáeinum vikum, hefur að mestu verið rólegt í og við Gaza. Að vísu skutu herskáir Palestínumenn eldflaug að Ashkelon þriðjudaginn 13. mars, skömmu eftir að Olmert var þar í heimsókn, en engan sakaði. Ísraelsskar sérsveitir felldu fjóra háttsetta meðlimi Islamic Jihad í Betlehem daginn eftir og í kjölfarið fjölgaði eldflaugaárásum frá Gaza. Á annan tug eldflauga var skotið að Ísrael í kjölfarið um nóttina, ísraelskar herþotur gerðu árásir næsta morgun og enn var skotið eldflaugum frá Gaza.

Átökin hjöðnuðu og enginn lést í og við Gaza að þessu sinni. Ísraelar hafa opinberlega neitað tilvist samningaviðræðna við Hamas en á bak við tjöldin hefur m.a. verið samþykkt að Egyptar byggi rafmagnslínu yfir til Gaza. Fulltrúar islamskra ríkja hafa margir kallað eftir vopnahléi en jafnframt fordæmt Ísrael. Hinn hófsami Abbas var óvenju harðorður í garð Ísraela eftir árásina í Betlehem en Barak, varnarmálaráðherra, sagði að Ísrael myndi ávallt leita uppi herská öfl sem hefðu ísraelskt blóð á sínum höndum.

Síðastliðinn fimmtudag, þann 20. mars, féllu alla vega tveir herskáir Palestínumenn í mikilli sprengingu í þjálfunarbúðum Hamas. Í upphafi kenndu Hamas Ísrael um verknaðinn en fljótlega kom í ljós að um slys hefði verið að ræða og Hamas kvað mennina hafa dáið við heilög störf (holy mission). Áhyggjur risu vegna þess hve viðkvæmar vopnahlésviðræðurnar eru en tilkoma 150 MW rafmangslínu frá Egyptalandi mynda þjóna báðum aðilum, Ísrael og Hamas, en Ísraelar hafa sagt að þeir vildu gjarnan rjúfa sem flest tengsl við Gaza svæðið.

Heimsókn Cheneys nú er staðfesting á vilja bandarískra stjórnvalda til þess að stuðla að friði á svæðinu. Bush yngri er fyrsti bandaríski forsetinn sem opinberlega hefur lýst stuðningi við stofnun ríkis Palestínumanna og hann hefur þegar sent Rice á svæðið til þess að hvetja stríðandi aðila til sátta og nú er Cheney kominn til þess enn að ítreka afstöðu bandarískra stjórnvalda. Hann mun endurtaka það sem Bush sagði, m.a. um tilslakanir sem báðir aðilar þyrftu að gera en umfram allt að taka þyrfti á öfgaöflum, en þar á hann við herská öfl á borð við Hamas og Islamic Jihad.


mbl.is Palestínuríki löngu tímabært
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband