Enn syrtir í álinn hjá Demókrötum

Sigur Clintons var lítillega stærri en gert var ráð fyrir, sem mun styrkja hana í trúnni að hún hafi enn möguleika. Augljóst má þó vera að þrátt fyrir afgerandi úrslit í Pennsylvania þá er sigurinn ekki nægilega stór til þess að hefta framgang Obamas. Framundan eru forvöl í m.a. North-Carolina þar sem Obama leiðir Clinton með alla vega 20 hundraðhluta í skoðanakønnunum.

Séu skoðanakannanir grandskoðaðar kemur í ljós að hin hatramma barátta á milli Clinton og Obama hefur skapað gjá á milli stuðningsmanna frambjóðenda Demókrata. Æ fleiri segjast ætla að styðja John McCain ef þeirra frambjóðandi nær ekki útnefningu. McCain getur ekki annað en glaðst yfir sigri Clintons, hann mun tryggja að frúin haldi baráttunni áfram og grafa undan trúverðugleika Demókrataflokksins í huga Bandaríkjamanna.

Í skoðanakönnunum virðist McCain hafa forskot á hvorn frambjóðanda Demókrata sem er, sér í lagi er hann sterkari en Clinton. Sumir gældu við þá hugmynd að Clinton og Obama gætu jafnvel boðið fram saman, Clinton var reyndar svo óforskømmuð að bjóða Obama varaforsetann þó svo að hann væri í forystu. Í sigri sínum nú virðist Clinton ekki taka sigrinum vel, hún setur út á Obama jafnvel þegar vel gengur og virðist gera allt sem í hennar valdi er til þess að skapa óeiningu í Demókrataflokknum.


mbl.is Clinton sigraði í Pennsylvaníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri bloggvinur: Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar

Sigurður Þórðarson, 24.4.2008 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband