20.8.2008 | 08:07
Annar 50/50 leikur bíđur okkar ...
Undir mikilli pressu í lokin héldu strákarnir haus. Ekki var ţađ átakalaust ađ hala inn ţennan sigur. Eftir sérlega sterkan fyrri hálfleik, ţar sem sóknin gekk einstaklega vel, náđu Pólverjar ađ klóra í bakkann í síđari hálfleik. Ţeir eru međ frábćrar skyttur fyrir utan, sem gerđu íslensku varnarmönnunum erfitt fyrir allan leikinn, og ef ekki hefđi komiđ til góđ markvarsla af okkar hálfu hefđi ţessi leikur spunnist allt öđruvísi. Íslensku varnarmennirnir réđu á löngum köflum ekki viđ klippingarnar í hreyfanlegri sókn Pólverja, ekki ósvipađ og í leiknum á móti Egyptum. Hins vegar var sóknin ađ ganga upp, feilarnir fáir og aldrei ţessu vant var markvarslan betri hjá okkur en andstćđingnum.
Ţađ er nokkuđ áhyggjuefni ađ vörnin nái ekki ađ ţétta sig betur inn á miđjuna á móti jafn hreyfanlegri sókn og hjá Pólverjum. Jafnvel ţegar viđ erum einum manni fćrri kemst skot í gegn - og ćđi oft alla leiđ í netmöskvana. Í vörninni vinnur Sverre eins og berserkur en einhverra hluta vegna er samvinna hans ekki eins góđ og vera mćtti viđ bakkinn sér á vinstri hönd. Eins og vera ber fer hann oft út á móti skyttum andstćđinganna en vill stundum skilja eftir línumanninn fyrir vikiđ. En vinnslan í manninum er ótrúleg, spurning hvort hinir nái einfaldlega ađ fylgja honum eftir.
Drengirnir höfđu trú á ţessum sigri í dag og gáfust ekki upp ţó svo ađ Pólverjarnir virtust vera komnir inn í leikinn í tví- eđa ţrígang í síđari hálfleik. Ţeir eru međ hugann viđ efniđ og sjálfstraustiđ í lagi - ólíkt ţví sem viđ sáum í Evrópumótinu síđastliđinn vetur. Í nćsta leik eru ţađ Spánverjar eđa S-Kóreumenn, annar 50/50 leikur eins og nú í morgun. Ţađ vćri e.t.v. tilhlíđilegt ađ fá Kóreubúana og hefna ófaranna frá ţví í undanriđlunum en ţó tel ég Spánverjana líklegri mótherja.
Mér dettur ekki í hug ađ segja ađ ţađ glytti í málm - slíkt tal kann ekki góđri lukku ađ stýra. Ég er nokkurn veginn á ţví ađ drengirnir hafi stefnt leynt og ljóst ađ ţví ađ komast í undanúrslitin - Ólafur og fleiri hafa gefiđ í skyn ađ takmarkiđ hafi legiđ hćrra en ađ komast í 8 liđa úrslit. Eins og liđiđ hefur spilađ í ţessari keppni er ekki viđ öđru ađ búast en ađ framundan sé hörku undanúrslitaleikur. Ef ţeir trúa ţví ađ ţeir komist lengra er ţađ hćgt - öđruvísi ekki.
![]() |
Ísland í undanúrslit á ÓL |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:37 | Facebook
Athugasemdir
Já ég er sko sammála
Jói Péturs (IP-tala skráđ) 20.8.2008 kl. 08:29
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.