Langlangbestir ...

Það er sjálfgefið að ungt fólk í Samfylkingunni bjóði upp á götuleikhús að þessu sinni. Síðast var því heitt í hamsi og bauð upp á skrílslæti á áhorfendapöllum. Nú eru þau ekki alveg jafn reið enda vita þau sem er að þeirra fólk stóð á hliðarlínunni með sveittan skallann yfir tilraunum til þess að taka yfir ráðhúsleikriti þessa tímabils - öðru sinni. Það er svo sem viðeigandi að á meðan dansinn dunar á fjölum ráðhúsleikhússins að þá skuli fólk með skerta sjálfsímynd flykkjast út á götur Vonarstrætis í von um að fá athygli fjölmiðla.

Frá blautu barnsbeini er kratabörnum kennt hve þau eru miklu betri en önnur börn, t.d. börn af íhaldsheimilum og jafnvel kommaheimilum. Krötum líður vel í eigin skinni og þeir gleðjast yfir hverju því tækifæri sem býðst til þess að láta umheiminn vita af sína ágæta eðli. Stuðmenn sungu um sirkus Geira smart hér um árið, sem var um margt sniðugt lag. Ekki veit ég hvort lagið hafði áhrif á stjórnvöld en eitt er víst; kratar munu enn um sinn telja sig besta, langbesta og langlangbesta - enda slær hjarta þess á réttum stað; eilítið vinstra megin við miðju.


mbl.is Mótmælt fyrir utan ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband