Skyldleiki íslenskra íþróttafréttamanna og Skandinava.

Vænt þykir mér um heillaóskir Færeyinga og gott til þess að vita að góðir straumar liggja til strákanna, víða að. Hins vegar hefur mér ávallt þótt vera skrítið bragð að því þegar Norðmenn gleðjast sérstaklega yfir góðu gengi okkar. Á þeim bænum horfa menn stundum til Íslands líkt og hér búi sérstakir afkomendur Norðmanna, n.k. V-Norðmenn, en til skamms tíma var börnum þar í landi kennt að Leifur Eiríksson og Snorri Sturluson væru Norðmenn. Svei mér ef þeir móðguðust ekki útí Bandaríkjamenn þegar þeir gáfu okkur styttuna af Leifi sem stendur fyrir framan Hallgrímskirkju með áletruninni "Son of Iceland".

Á stórmótum sem þessum virðast íþróttafréttamenn telja sér skylt að halda með "frændum" okkar í Skandinavíu, sem er nokkuð á skjön við íslenskan raunveruleika. Hér á landi halda menn með þjóðum víða að, vestan og austan Atlantsála, norðan og sunna Miðjarðarhafs. Ég hef t.d. aldrei getað haldið með Svíum, einstaka sinnum með Dönum og sjaldan með Norðmönnum. Einna helst að Finnar hafi fengið atkvæði mitt ef svo hefur borið undir. Mun oftar hafa lið frá öðrum heimshlutum kveikt hjá mér neista, sérstaklega frá Norður eða Suður Ameríku. Svona erum við ólík og sem betur fer laus undan því að þurfa að halda með Skandinövum bara vegna þess að íþróttafréttamenn eru eitthvað skyldir þeim.


mbl.is „Ísland tekur Frakkar á bólið"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara málfræðileg fyrirsögn, setur í mig hroll !

Erla Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 19:25

2 identicon

flyttu aftur til Islands patriot

Gisli (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 19:40

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Var einhver að spyrja þig Erla hvað setur í þig hroll? Nei hélt ekki....

Mér finnst alveg til háborinnar skammar þegar að fólk er að setja inn leiðinda athugasemdir sem þessar.

Sjálf hvorki húrra ég né klappa fyrir öðrum löndum en Íslandi

Sporðdrekinn, 23.8.2008 kl. 20:08

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Guð hvað ég skammast mín

Ég bið þig velvirðingar Erla, það er í mér hundur núna og hann beindist að þér og þú sem að gerðir ekki annað en að benda á fáránlega fyrirsögn MBL manna á fréttinni.

Ég tók þessu sem einhverju skoti á Ólaf og það fór í taugarnar á mér. Það var því ég sem að setti inn leiðinda athugasemd hér, og bið ég ykkur bæði Ólafur og Erla afsökunar á þessu 

Sporðdrekinn, 23.8.2008 kl. 20:14

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég held alltaf með öðrum Norðurlandaþjóðum þegar við erum ekki að leika á móti þeim. Í Evrópumeistarakeppninni í vor hélt ég t.d. með Svíum áður en þeir duttu úr keppni. Og ég man eftir að það var næstum þjóðhátíð á Íslandi þegar Danir urðu heimsmeistarar í fótbolta (eða urðu þeir Evrópumeistarar?). Ég held að þetta sé bara upp og ofan. En mér þykir ákaflega vænt um að heyra að við höfum svona mikinn stuðning frá nágrönnunum.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 23.8.2008 kl. 20:41

6 identicon

Kristín: Danir urðu Evrópumeistarar árið 1992 eftir að hafa aðeins öðlast þáttökurétt á síðustu stundu þegar stríð brast á í Júgóslavíu. Eftirminnilegt mót, ég varð meðal annars vitni að óeirðum í Den Haag í Hollandi eftir að Hollendingar burstuðu Þjóðverja í undanriðlinum. Ekki oft sem maður sér skælbrosandi fólk sitjandi við stýrið á bílum sem múgur ofurölvi brjálæðinga er að reyna að velta.

Annars fannst mér fyrirsögnin ágæt og kvótið í fréttinni enn betra. Ég hef oft velt því fyrir mér hvaða hug Færeyingar beri almennt til Íslendinga, þar sem við erum eiginlega eins og hálfgerður stóri-bróðir en samt ekki. Svo fylgjumst við auðvitað ekki með nokkrum sköpuðum hlut sem þar gerist og veit ekki nema þeir séu eins clueless um okkur. 

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 21:03

7 Smámynd: Ólafur Als

Heldur er nú vel lagt í að tala um næstum þjóðhátíð á Íslandi yfir góðu gengi Dana í Evrópukeppninni í knattspyrnu karla, haldinni í Svíþjóð árið 1992. Víst er að íþróttafréttamenn fóru hamfórum þá en rétt er að margir glöddust yfir velgengni Dana þá. Eitthvað spilar nú inn í hvernig þeir komust í þá keppni, sáu og sigruðu ... og svo voru Danir með skemmtilegt lið, sem árin á undan hafði sýnt skemmtilega takta á heimsmeistaramóti 1986 og Evrópumóti 1984 (+1988?).

Sem ég segi, áherslurnar eru margar hjá okkur og þó svo að sumir horfi til nágranna okkar norrænna eru aðrir sem horfa annað. Á þetta má benda því íþróttafréttamenn geta ekki einungis "útvarpað" einu viðhorfi eða otað að þjóðinni sinni skoðun - nema vitanlega þegar um okkar eigin íþróttamenn er að ræða. En þó er þetta skárra nú en var fyrir ekki of mörgum árum.

Ólafur Als, 23.8.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband