Ofsavitlausir ... ekki einstakt!

Satt best að segja kemur mér framkoma þessara ungu manna mér ekki á óvart. Að auki sýnist manni ungmennin undir húsveggnum fylgjast spennt með. Það breytir hins vegar ekki hve arfavitlaust uppátækið er. Í raun þykir mér þetta einungis ýkt mynd af framferði margra í umferðinni og í raun enn ein myndbirting þeirrar eigingirni og þess tillitsleitis sem svo margir samlandar mínir sýna í umgengni við annað fólk.

Umferðarmenningin hefur þó skánað lítillega síðari ár. Sá fjöldi rennireiða sem fer um götur höfuðborgarsvæðisins er það mikill að sérstakrar aðgæslu er þörf. Það hafa menn m.a. þurft að læra í stórborgum heimsins. En betur má ef duga skal. Ég hef m.a. starfað sem atvinnubílstjóri og svíður mér oft þeirra tillitslausa aksturslag og óvirðing við hraðareglur. Reyndar verð ég að taka fram að strætisvagnabílstjórar hafa tekið sér tak á allra seinustu árum.

Sem fyrr er hegðun margs ungs fólks í umferðinni óviðunandi en því miður ekki einstök. Fram eftir aldri virðist óþroskinn og tillitsleysið festast með mönnum og er það verulegur lítir á okkar þjóð að svo margir hegði sér ekki betur undir stýri og telji að þeir séu góðir bílstjórar vegna þess að þeir geti kitlað pinnann og stundað bílaleikfimi á götum borgarinnar. Bættari umgengnisvenjur á fleiri sviðum mættum við og temja okkur.


mbl.is Ofsaakstur á skólalóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband