Brunaútsalan hafin - auðmenn leggja drög að hruni bankanna

Nú eru úlfarnir farnir að flykkjast að hræinu sem Baugur er orðinn. Komið er á daginn að hrun bankanna hefur ýtt af stað hrinu atburða, sem m.a. Baugur er stór þátttakandi í. Á ég þá reyndar fremur við upphaf þeirrar atburðarásar sem varð til þess að Glitnir lagðist á hliðina en þá staðreynd að Baugur er, að því er virðist, því sem næst komið á hausinn.

Hvað á ég við með þessu:
Jú, skömmu fyrir hrun Glitnis eiga Jón Ásgeir, Stoðir og Baugur að hafa hreinsað lausafé úr Glitni en Lárus og Þorsteinn gátu ekki komið í veg fyrir þá hreinsun og þessi staðreynd hafi blasað við Seðlabankanum og hann því ekki tekið til greina annað en yfirtöku 75% hlutar. Hafa ber í huga að Glitnir fékk prýðilegt heilbrigðisvottorð skömmu fyrir hrunið.

Fyrir nokkru var ljóst orðið að Landsbankinn var allur og um það snérust fundir Björgúlfs með Davíð og Geir - ekki yfirtöku á Glitni - Björgúlfur er sagður hafa hellt úr reiðiskálum sínum yfir stjórnvöld í Ráðherrabústaðnum eftir að hrinan hófst. Fyrir lá gríðarlegt tap á útistandandi lánum, m.a. til Baugs og tengdra félaga en einnig annarra, innlendra sem erlendra.

Yfirtakan á Byr er sögð hafa verið djörf áætlun Jóns Ásgeirs og annarra hluthafa Glitnis, aðallega Saxbygg, í þeim tilgangi að strípa Byr af öllu fé til þess að reyna að bjarga Glitni. Sem sagt, það átti að leggjast á Byr eins og hvert annað hræ sem vargur leggst á til þess að lifa af veturinn.

Ýmsir sjóðir Glitnis voru í raun peningamaskínur fyrir fyrirtæki á borð við FL Group, nú Stoðir, sem var stór hluti sumra peningasjóða, ásamt með Straumi, Glitni sjálfum og Baugi - stjórnendur bankans lokuðu þessum sjóðum skömmu fyrir andlátið - og tilkynntu til FME eins og lög gera ráð fyrir. Ljóst er að fyrirtæki á borð við Baug hefur fengið að gefa út bréf til bankans án viðeigandi trygginga.

Björgúlfur er sagður hafa selt bréf fyrir vini og vandamenn skömmu fyrir fallið - fyrir allt að 25 milljarða - og jafnvel þurrkað upp það litla sem eftir var í Landsbankanum. Fleira af þessu tagi mun eflaust koma á daginn og má ljóst vera að hrun bankanna hefur komið misjafnlega niður á þeim auðmönnum sem átt hafa fé í bönkum, alla vega er ljóst að einhverjir þeirra hafa náð aurum út með dyggri - og væntanlega glæpsamlegri - aðstoð aðila á borð við Björgúlf.


mbl.is Walker sagður vilja kaupa hluta af Iceland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

athyglivert.

ég heyrði slúður um að listaverkin sem fóru "óvart" með í sölunni á Landsbankanum um árið, hafi verið borin út, áður en ríkið tók við skuldunum...

Gullvagninn (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 13:30

2 Smámynd: Heidi Strand

.

Heidi Strand, 12.10.2008 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband