27.10.2008 | 14:31
Helsingfors?
Hefur láðst að tilkynna nýtt nafn á höfuðborg Finnlands? Þó svo að fjölmargir SKANDINAVAR kjósa að nefna Helsinki Helsingfors er ekki venja fyrir því hér. Er blaðamaður þessarar fréttar með grunnskólapróf eða er hann þegar farinn að fagna inngöngu Íslands í Skandinavíu?
Siv þakkaði hlýhug í garð Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Reyndar heitir Helsinki opinberlega líka Helsingfors, enda er bæði finnska og sænska opinber tungumál í Finnlandi. Það er hinsvegar rétt að á íslensku er venjan að skrifa Helsinki. :) En þetta var nú ekki eina villan í textanum..
Freyja (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 14:39
Ef verið er að tala sænsku ber að segja og skrifa Helsingfors, annars Helsinki
Skúli Víkingsson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 15:05
Á Íslandi er venja að tala um Helsinki, hvað sem líður málvenjum sænskumælandi. Hvað Svíar segja og skrifa kemur málinu nákvæmlega EKKERT við.
Ólafur Als, 27.10.2008 kl. 15:21
Við köllum höfuðborg Dana Kaupmannahöfn. Það gera Danir ekki. Ekki frekar en Svíar tali um að sín höfuðborg heiti Stokkhólmur. Athugum það.
Sigurjón, 27.10.2008 kl. 15:50
Tja,,,, hérna á norðurlandi var nú talað um Helsingfors, það hörfaði síðan og Helsinki kom í staðinn. Hér hafa sænsk áhrif aldrei verið neitt sérlega mikil, meira hefur farið fyrir dönskum.
H.
Helsingfors (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 16:06
frægasti geðlæknir finna heitir Vitstola. Og finnlandsmeistari í kjötiðnaði heitir Hakkabitana.
gunna (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 16:50
Ekki skil ég athugasemd Sigurjóns. Hún kemur enda málinu ekkert við. Kaupmannahöfn er íslenskuð útgáfa af dönskuheitinu en Helsingfors er það EKKI. Svona til gamans, ef menn skoða heiti Svíaríkis, þá er það dönsk útgáfa af orðinu Svearike, eins og þarlendir (Svear, Gautar og aðrir flokkar manna í því ríki) hefðu nefnt land sitt ef ekki hefði verið um dönsk áhrif að ræða.
Danir segja gjarnan Helsingfors en einnig Helsinki - það kann að hafa ruglað Norðlendinga suma í ríminu.
Ólafur Als, 28.10.2008 kl. 01:18
PS. hét ekki helsti spretthlaupari Finna um árið Nartíhælana ...
Ólafur Als, 28.10.2008 kl. 01:18
Helsingfors er ,,sænskuð" útgáfa af Helsinki. Það þýðir ekki að Íslendingum sé bannað að nota það nafn. Það er t.a.m. ekki hefð fyrir því hér á landi að kalla Svíþjóð ,,Svíaríki", en þú kýst samt að kalla það svo og ert því í hrópandi mótsögn við sjálfan þig.
Athugasemdir þínar um nýtt nafn á höfuðborg Finnlands og efasemdir um grunnskólapróf blaðamanns eru auðvitað vel ígrundaðar og réttmætar, ekki satt?
Sigurjón, 28.10.2008 kl. 06:00
Sigurjón, hér hófst umræðan á því að Íslendingar notast ekki við Helsingforsnafngiftina. Reyndar er alrangt hjá þér að ekki sé hefð að kalla Svíþjóð, Danmörku og mörg önnur lönd -ríki, -veldi eða eitthvað annað. Það hefur með málnotkun, smekk og annað að gera. En að tileinka sér nafngiftir Svía, eða annarra Skandinava, er óþarft og í raun hálfgerð móðgun við Finna.
Þegar menn gera í buxurnar, eins og blaðamaður gerir hér, er við hæfi að spyrja hvort grunnskólapróf hafi verið þreytt af hálfu starfsmannsins - ég held það falli undir háð og á að skiljast sem svo. Villu af þessu tagi á ekki að sjást hjá sæmilega menntuðum Íslendingi. Að öðru leyti átta ég mig ekki á athugasemdum þínum nema þér sé í mun að notast við Helsingfors nafnið, sem mér finnst óviðeigandi en er þér að sjálfsögðu frjálst að gera.
Ólafur Als, 28.10.2008 kl. 12:59
Óli ... þér og öðrum til upplýsingar, þó svo að þú eigir náttúrlulega að vita þetta, hafandi búið í róðrafæri frá hinu forna konungssetri Vísingseyju, þá geymir íslenskan elstu orðmynd hinnar skandinavísku ríkisheildar. Umbreyting hinnar upphaflegu Svíþjóðar yfir í Svíaríki var pólitísk ákvörðun runninn undan rifjum Birgis jarls við sameiningu/stofnun ríkisins á 13 öld. Sigurvegararnir rita alltaf söguna. http://sv.wikipedia.org/wiki/Svitjod
PS. Þær finnsku konur sem ég hef átt persónuleg samskipti við um dagana voru allar frá Helsinki!
Narti Tillana hvað?
;-)
Siggi Hauks (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 12:55
Er það móðgun við Dani að við köllum höfuðborg þeirra Kaupmannahöfn, en ekki K-- /* Style Definitions */ p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal {mso-style-parent:""; margin:0cm; margin-bottom:.0001pt; mso-pagination:widow-orphan; font-size:12.0pt; font-family:"Times New Roman"; mso-fareast-font-family:"Times New Roman";} @page Section1 {size:595.3pt 841.9pt; margin:72.0pt 90.0pt 72.0pt 90.0pt; mso-header-margin:35.4pt; mso-footer-margin:35.4pt; mso-paper-source:0;} div.Section1 {page:Section1;} --> øbenhavn? Ef svo er ekki, hvers vegna er það móðgun við Finna að einhver blaðamaður á Mogganum kalli höfuðborg þeirra sama nafni og Svíar kalla hana? Athugaðu að Helsingfors er gott og gilt heiti á borginni.
Viðurkenndu það bara: Þú ert að reyna að verja einhverja kreddu í þér með afar þunnum rökum.
Sigurjón, 30.10.2008 kl. 01:54
...ég veit ekki hvaðan þessi romsa milli stafa í höfuðborg Dana kemur...
Sigurjón, 30.10.2008 kl. 01:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.