16.11.2008 | 14:59
Skref í rétta átt
Um þetta þarf ekki að hafa mörg orð. Ef hægt er að umbreyta kröfum erlendra lánastofnana og annarra í hlutafé nýrra banka er það eitt skref í átt að uppbyggingu nýs og trausts bankakerfis. Málið snýst um traust. Án þess getur fjármálakerfið ekki starfað, sérílagi ekki bankar. Þessi hjálp kemur að utan. Þaðan munu þær fleiri koma á næstunni, því enn er ríghaldið í fólkið hér heima sem ekki stóð vaktina og ætlast til að þeir stýri bjargráðunum. Það eru stærstu pólitísku mistök núverandi ráðamanna og munu koma þeim í koll, þó síðar verði.
Erlendir vilja eiga banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Alveg sammála
Í samningum við þessa lánadrottna tel ég vera lausn á okkar vandamálum og í vor kosningar
Ég vona bara að stjórmvöld beri gæfu til að skoða þetta vel
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 16.11.2008 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.