5.12.2008 | 12:53
Dollar var það heillin!
Eins og gefur að skilja fer sama upphæðin í að taka upp dollar. Það liggur tvennt fyrir hvað varðar upptöku erlends gjaldmiðils, evru eða dollars:
1. Dollaraupptaka yrði gerð í þökk Bandaríkjanna
2. Upptaka evru yrði gerð í óþökk Evrópusambandsins
Heiðar Már dreymir e.t.v. um inngöngu í Evrópusambandið - sem í mínum huga er e.k. martröð - en heldur þykir mér hann bjartsýnn ef hann telur það taka 3 aðlögunarár að ná Maastrich skilyrðunum. Þó svo að hann hefði rétt fyrir sér er komin upp tregða hjá ráðandi þjóðum í Evrópusambandinu að hleypa fleirum inn í evruna. Íslendingum stæði e.t.v. ekki til boða að taka upp evru á næstu tíu árum eða lengur.
Nú þarf að fara fram umræða um kosti og galla þess að taka upp annan gjaldmiðil og eru fjölmiðlarnir einir í stakk búnir til þess að hrinda þeirri umræðu af stað. Ætla þeir að sýna vanmátt sinn enn einu sinni? Kæmi mér ekki á óvart.
Einhliða upptaka evru tæki 4 vikur og kostaði 80 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Aðal vandamálið á íslandi er krónan, ofurvextirnir og verðbæturnar eru allt atriði sem tengjast krónunni, innganga í ESB er engin lausn. Lausnin á vandamálum Íslands er nýr gjaldmiðill eins og dollar
The Critic, 5.12.2008 kl. 14:21
Dollaravæðing með ISD og USD kostar 30,0 milljarða króna.
Sjá hér: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/731502/
Loftur Altice Þorsteinsson, 7.12.2008 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.