Hörku úrslitaleikur framundan

Það er í raun eftirtektarvert að Frakkar hafi komist jafn langt með þetta lið og raun ber vitni, í ljósi þess að innan liðsins er engin vinstri handar skytta. Nú, þegar þeirra sterki hægri hornarmaður, Abalo, verður í leikbanni í úrslitaleiknum verður hægri vængurinn enn veikari. Ólympíumeistararnir hafa svo sterka leikmenn í öðrum stöðum að þeir geta leyft sér að láta hægri handar mann leika hægra megin í sókninni. Alla jafna er það Fernandez en Karabatic og fleiri geta einnig leyst þessa stöðu af hendi.

Það verður kannski ekki sagt að Frakkar hafi, með þessu, sterkasta sóknarlið í heimi. En þeir hafa sýnt að þeir eru sterkasta varnarliðið og ásamt með litríkum sóknarleik hafa þeir verið með jafnbesta landslið heims undanfarin misseri. Að þeir skyldu ekki komast í úrslitaleikinn í Evrópumótinu fyrir ári síðan kom mörgum á óvart en slæmu skipulagi Norðmanna má e.t.v. kenna um.

Reyndar var það mót til marks um allt of þétta dagskrá, sem skipuleggjendur Evrópumóta framtíðar verða að taka á. Króatar sigruðu þá Frakka í undanúrslitum og komust örþreyttir í úrslitaleikinn gegn Dönum, sem innbyrtu auðveldum sigri. Dana bíður að leika um þriðja sætið á heimsmeistaramótinu nú, líkt og síðast, þegar þeir unnu reyndar áhugalausa Frakka um bronsverðlaunin.

Að því gefnu að Króatar sigri Pólverja síðar í dag bíður okkar hörkuspennandi úrslitaleikur á milli heimamanna og Frakka. Króatar eru með geysilega sterkt lið og virðast hafa nokkur tök á Frökkunum. Ef Frökkum tekst að stilla saman strengi í sókninni (án Abalo!) eru þeim allir vegir færir. En Króatar verða studdir af þúsundum eldheitra stuðningsmanna á heimavelli og svo er að sjá hvort dómararnir haldi haus. Alltjent er von á hörku leik tveggja frábærra liða, sem standa upp úr í handboltanum þessa dagana.


mbl.is Frakkar leika til úrslita á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband