Danir sluppu fyrir horn ...

Ég er ekkert sérlega velviljaður Dönum, ekkert óvelviljaður þeim heldur (ligeglad?). Kalla þá t.d. ekki frændþjóð, þó svo að afi minn hafi verið danskur og mér því í lófa lagið að frændkenna þá. Á meðan flestir Íslendingar rembast við að troða frænsemis stimpli upp á sína fyrrum herraþjóð, eins og kunningi sem ofgerir vinskap, eru Danir ekkert sérlega hrifnir af þess konar trakteringum. Ef þeir á annað borð gerðu sér grein fyrir þessum flaðurslátum myndi álit þeirra á Íslendingum bíða hnekki. Þeir geta því enn um sinn átt sitt yfirlæti gagnvart okkur - sem truflar mig alls ekki.

Hvernig Hera Björk hefur komist í Evróvisjón keppnina í Danmörku þekki ég ekki en ég er furðu sleginn yfir því að hún skuli hafa komist alla leið í 4 laga úrslit með þetta útþvælda og ekki nógu vel flutta lag. Eftir að hafa búið í Danmörku um skeið hef ég kynnst þeirra tónlistarhefð nokkuð og reyndar þurfa Íslendingar ekki að hafa flutt þangað, því í gegnum tíðina hefur dönsk tónlist verið vel kynnt hér á landi. Það er því með ólíkindum að þetta lag skuli hafa komist svo nálægt því að representera Danmörku austur í Moskvu þetta vorið. Ég segi ekki meir ...


mbl.is Hera Björk í 2. sæti í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður

Hún komst nú reyndar í tveggja laga úrslit. Og ég er alls ekki sámmála þér,,,lagið var mjög vel flutt að mínu áliti, en lagið sem vann var bara enn betra

Ásgerður , 1.2.2009 kl. 09:33

2 Smámynd: Ólafur Als

Fyrst og fremst fannst mér nú lagið vera misheppnað. Flutningurinn var í meðallagi, ef maður á að vera sanngjarn - en Danir eiga betra að venjast. Við sögðum nú tveir félagarnir að e.t.v. hefði verið gott á þá að lagið ynni

Ólafur Als, 1.2.2009 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband