Icesave-nefndin vakin upp frá dauðum

Icesave-nefndin hefur verið forystu- og verkefnalaus í meira en tvo mánuði. Það er aðllega á ábyrgð Samfylkingarinnar en einnig núverandi samstarfsflokks hennar. Stjórnvöld hafa verið m.a. upptekin við að slá pólitískar keilur í Seðlabankamálinu og sýnt geðbrigði útaf smávægilegum töfum í því máli. Með því er ekki verið að segja að ekkert hafi verið unnið, né að ekki standi vilji til góðra verka. Slíkt er vitanlega öllum í huga, jafnvel þegar mönnum eru mislagðar hendur.

Í ofanálag hefur Samfylkingarfólk tekist það, sem maður hélt að væri ómögulegt, en það er að kvarta yfir pólitísku ístöðuleysi annarra. Fjölmargir kratískir bloggarar eru furðu slegnir yfir því að Framsóknarmenn séu ekki í takt við stjórnvöld en eru búnir að gleyma þeim upphlaupum og samtakaleysi sem einkenndi Samfylkingarfólk í síðustu ríkisstjórn. Sjálfbirgingsháttur kratanna lætur ekki að sér hæða, hvorki nú né á öðrum stundum.

Um tilskipun Svavars hefur maður í raun lítið að segja - hún hlýtur að vera eins fagleg og tilefni standa til. Hæfi hans umfram fyrirrennara sinn, sem varð fórnarlamb í pólitískum hreinsunum núverandi stjórnar, eigum við eftir að heyra um. Ja, ekki nema nú sé búið að gleyma öllum fögru fyrirheitunum um opna og gegnsæja stjórnsýslu. Munu fjölmiðlar fylgja því eftir - eða eiga þeir einnig að makka með núverandi stjórnvöldum, eins og ætlast er til af stjórnarandstöðunni?


mbl.is Svavar stýrir Icesave nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband