Hvar eru stóru bjargráð heimilanna og fyrirtækjanna í landinu?

Það er komin upp sú ólíkindastaða í íslenskum stjórnmálum að stjórnarandstaðan má helst ekki opna munninn, án þess að vera sökuð um málþóf. Stór hluti þjóðarinnar gerir sér grein fyrir því að aðgerða er þörf en jafnframt hefur verið þrýst á stjórnarskipti og minnihlutastjórn tekin við til bráðabirgða. Sú aðgerð hefur ekki orðið til þess að skýra mál eða draga fram pólitíska forystu, sem er í stakk búin til þess að leiða þjóðina út úr þeim ógöngum sem hún er í. Núverandi minnihlutastjórn hefur ekki framtíðarsýn, hún leiðir ekki hina pólitísku umræðu, hún leitar ekki eftir sáttum á alþingi og hún er í raun fálmandi í myrkri eigin pólitískra hreinsana - enn sem komið er!

Í stað þess að beina sjónum sínum að stjórnvöldum og kalla eftir aðgerðum til bjargar heimilum og fyrirtækjum í landinu hefur kastljósið beinst að aðförinni að núverandi Seðlabankastjórn. Hvað sem mönnum kann að finnast um störf DO og hinna bankastjóranna má ljóst vera að ef það er úrslitamál að koma þeim út úr bankanum, þá ætti að gera það í einhverri sátt á milli aðila, í stað þess að reka málið uppi í fjölmiðlum. Með því að reyna að slá pólitískar keilur í því máli hafa stjórnvöld skaðað starfsemi bankans, aukið á vantrú og skapað óróa í kringum þessa veigamiklu stofnun.

 


mbl.is Hefur afgreitt færri frumvörp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Þetta slepjulega fífl gapir alltaf tóma vitleysu. Einn óhæfasti þingmaður Alþingis frá upphafi.

corvus corax, 25.2.2009 kl. 01:39

2 Smámynd: Ólafur Als

Corvus,

persóna Birgis er hér ekki til umræðu, þekki hann lítið en þó nóg til þess að segja manninn kurteisan og viðræðugóðan. En hvað á að segja um skortinn á framtíðarsýn hjá starfstjórninni? Hvað á að gera til þess að bjarga heimilum og fyrirtækjum? Hvar eru bjargráðin?

Ólafur Als, 25.2.2009 kl. 01:53

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta er jú minnihlutastjórn svo vægi afgreiðslu frumvarpa telst að mínu mati meira og Birgir er uppskafningur í mínum huga.

Sævar Einarsson, 25.2.2009 kl. 03:19

4 identicon

er ekki birgir einn af þeim sem ætti að vera með hauspoka af skömm eftir allt frjálshyggju klúðrið

Guðmundur Ingólfsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 04:29

5 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Þessi ríkisstjórn slær ryki í augu kjósenda, halda þeim við efnið gagnvart seðlabankanum svo það átti sig ekki á því að þau eru ekkert að gera neitt betra heldur en fyrri ríkisstjórn.

Síðan er alveg fáránlegt að halda því fram að frjálshyggjan sé klúður út af bankahruninu. Það mun nefnilega vera frjálshyggjan sem kemur okkur hraðar upp úr þessu. Frelsi einstaklingsins til að gera hluti en ekki ríkið með puttana ofan í öllu.

Carl Jóhann Granz, 25.2.2009 kl. 07:59

6 Smámynd: Ólafur Als

Skarplega athugað, Carl.

Ólafur Als, 25.2.2009 kl. 08:30

7 identicon

Það er alveg makalaust að hlusta á hatursmenn Sjálfstæðisflokksins fara hamförum þessa mánuðina. Fyrst náði þessi skrækjandi skríll að hræða líftóruna úr Samfylkingunni þannig að hún missti kjarkinn og hrökklaðist úr ríkisstjórn. Síðan hefur ekkert gerst.

EKKI NOKKUR SKAPAÐUR HLUTUR.

Jú, fyrirgefið þið: Hin nýja ríkisstjórn hefur komið stjórn hins „sjálfstæða“ Seðlabanka frá, eða svona næstum því, en þó ekki alveg. Þetta er allt afrekið eftir tæpan mánuð frá því að Samfylkingin missti kjarkinn og hljóp í fang hinnar nýju maddömmu, vinstri grænnar.

En hvað er þá til bragðs að taka? Jú, skrækjunum linnir að sjálfsögðu ekki. Þess í stað taka illfygli á borð við krummann (corvus corax) hér að ofan sig til og skrækja enn hærra. Spúa út úr sér viðurstyggilegum óþverra sem endurspeglar augljóslega prýðilega innra eðli þessara ömurlegu dreggja þjóðfélagsins. Á eftir fylgja svo taglhnýtingar á borð við „Sævarinn“ sem leyfa sér að klína galli á borð við „uppskafningur“ á menn sem EKKERT HAFA TIL ÞESS UNNIÐ. EKKERT. SKAMMIST ÞIÐ YKKAR!

Í stað öskursins „vanhæf ríkisstjórn“ (sem enginn gólar lengur því það er búið að koma HELMINGI hennar frá – „rétta“ helmingnum – eftir sitja áfram hinir pattaralegu ráðherrarnir allir óáreittir) kom sífur um að hin nýja stjórnarandstaða mætti ekki opna munninn á þingi, því þá væri verið að tefja fyrir „bráðnauðsynlegum aðgerðum“. Hvenær heyrðist það þegar fyrri stjórnarandstaða öskraði og „eggjaði“ mótmælendur í að skvetta málningu á Alþingi og reyna að kveikja í því? Og hvaða bráðnauðsynlegu aðgerðum væri verið að tefja fyrir? Jú, það kom nú heldur betur á daginn í vikunni þegar léttadrengur Framsóknar leyfði sér – dirfðist – að óhlýðnast Samfylkingunni í hefndarför hennar á hendur síðasta Seðlabankastjóranum. Og hvað gerðist þá? Jú: ÞINGIÐ LAMAÐIST! RÍKISSTJÓRNIN LAMAÐIST! Nýja, fína siðbótarríkisstjórn heilagrar Jóhönnu barasta gat ekki látið sér detta NEITT annað í hug að gera annað en að reyna að böðla síðast Seðlabankastjóranum frá. Glamúryrðin um að VG og Samfylkingin myndu standa vörð um þingræðið og berjast gegn flokksræðinu fuku þarna beint út um gluggann.

Og svo, þegar allt um þrýtur, þá grípa aumkunarverðir hatursmennirnir til þess ráðs að ausa auri þá þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem leyfa sér að TJÁ SKOÐUN SÍNA. Það þarf ekki lengur meira til, í þessu Nýja Fasistaíslandi öskurapanna. Það eitt, að leyfa sér að TJÁ SIG í viðtali við fjölmiðil kallar á fíflalega fuglaskræki úr innantómum smásálum. Megi þær stikna í eigin brennandi hatri.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 09:04

8 Smámynd: Ólafur Als

Kolbeinn,

mæltu manna heilastur. Við búum við óvenjulega tíma enda hafa óvenjulegir atburðir gerts. Sjálfstæðisflokkurinn verður vitanlega að axla pólitíska ábyrgð enda verður ekki séð að hann fljúgi hátt í næstu kosningum. Honum MUN verða refsað.

Ég skrifaði um það í Morgunblaðið í byrjun október að forysta Sjálfstæðisflokksins þyrfti að vera leiðandi afl í endurreisninni sem blasti við en sannfærðist síðar um að hún hefði vankast, misst kjarkinn  - og ekki bætti úr skák ístöðuleysi samstarfsflokksins. Þetta er á ábyrgð fráfarandi forsætisráðherra, sem er nú á leið útúr pólitíkinni. 

En fyrst og fremst vil ég þakka þér fyrir að benda á hve illa innrættir sumir virðast vera í málflutningi sínum um menn. Ef þetta er hið nýja Ísland, sem margir kalla eftir, vil ég engan part eiga í því.

Ólafur Als, 25.2.2009 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband