12.3.2009 | 21:35
Trúarbragðasamkomur sem boða ótta
Ráðstefnur um loftslagsbreytingar líkjast um margt trúarbragðasamkomum. Fjöldi vísindamanna hefur af því lifibrauð að setja saman váfréttir og í framhaldi af því viðhalda ótta hjá stórum hópi fólks á vesturlöndum og fylla það samviskubiti yfir iðnvæðingu undir merkjum markaðsbúskaparins. Gagnstætt þessu er vaxandi hópur vísindamanna, auk stórs hóps áhugasamra einstaklinga, sem hafnar heimsendaspám sökum hlýnun jarðar. Sá hópur hefði að ósekju mátt láta fyrr í sér heyra, því æðsu prestar heimsendaspámannanna hafa náð eyrum stjórnmálamanna víða um heim.
Undir fána þessara nýju trúarbragða eru víða um lönd fótgönguliðir reiðubúnir til þess að beita lygaáróðri og hótunum til þess að fá sitt fram. Þeir allra hörðustu láta sig ekki muna um að boða lögleysu og jafnvel ofbeldi. Upp á slíkar aðgerðir eru all margir á Íslandi reiðubúnir að skrifa, þó svo að þeir sjálfir myndu ekki láta sér detta í hug að fara út í þess lags aðgerðir. Þeir láta sér nægja að láta aðra vinna sín myrku verk. Með þeim hætti geta þeir friðað samvisku sína jafnframt því að stunda sitt trúboð - með óttann að vopni eins og góðum trúarbrögðum sæmir.
Jörðin hlýnar hratt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.3.2009 kl. 19:47 | Facebook
Athugasemdir
lol
HP (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 21:38
hje hje hje.. góður djókur :)
Kári Gautason, 12.3.2009 kl. 22:00
Er jörðin kannski flöt í þínum augum?
Björn (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 22:00
Sæll hefur þú eitthv fyrir þér í þessu annað en að lesa fréttir samvirskusamlega ?
Gísli Baldur (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 22:11
Björn, ert þú einn af þessum fótgönguliðum?
Gísli, ég átta mig ekki alveg á athugasemd þinni ... e.t.v. reyni ég af veikum mætti að hlæja með honum Kára. En Gísli, ég hef m.a. sótt ráðstefnu um hlýnun á norðurslóðum, og þó svo að ég reyni ekki að mæla hlýnuninni í mót, set ég fjölmargar spurningar við hvað veldur henni og hver þróunin verði á næstu árum og áratugum. Heimspekingurinn Kant hefði nú verið sáttur við þá afstöðu mína, því vísindin mega aldrei taka á sig svip trúarbragða eða hagsmunabaráttu. Þau eiga að vera hlutlaus eins og kostur er.
Ólafur Als, 12.3.2009 kl. 22:24
Amen.
Loftslag.is, 12.3.2009 kl. 22:35
Eitt skýrasta dæmið um lygaáróður fótgönguliðanna er ástand íss á Suðurskautinu. Ég eftirlæt áhugasömum um að leita sér sjálfir upplýsinga um ástandið þar. Af nægu öðru er að taka, sem allt of oft tekur á sig svip áróðurs í þá vega að oftúlka eða beinlínis misfara með niðurstöður vísindarannsókna. Í þeim efnum hafa menn of oft kastað frá sér skyldu vísindamannsins um að efast um niðurstöður sínar.
Ólafur Als, 12.3.2009 kl. 22:48
Er það iðnvæðingin í Afríku eða Austurlöndum nær og eða kannski í Síberíu eða Alaska og kannski í Kanada sem veldur þessari aukningu á hlýnun ?. Iðnvæðingin er á svo litlu svæði á jarðarkúlunni að hún hefur engin áhrif á veðurfar. 'Eg gleymdi Suður Ameríku og svo sjálfu hafinu sem þekur 70% af jörðinni. Þetta er hausterí og mikilmennskbrjálæði. Og hættið þessu umhverfisverndarkjaftæði.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 23:00
Það vita allir sem nenna að skoða málin sjálf/ir að hlýnun jarðar er ekki af mannavöldum, og hún er varla að hlýna yfir höfuð þótt það komi ekki á óvart að hún hlýni með það til tillits að við séum að koma úr ísöld.
Það er bara hellingur af fólki sem les svona dómsdagsfréttir og horfir á áróðursmyndir (inconvenient truth sem dæmi) og tekur því öllu sem heilugum sannleik.
Margir moggabloggarar búnir að fjalla um "global warming" og þeir sem hafa komið með staðreyndir og almenna rökfærslu hafa held ég allir verið á þá leið að þetta sé eintómt kjaftæði.
Jóhannes H. Laxdal, 12.3.2009 kl. 23:33
Umhverfisvernd er fín og allt það, en að ætla að hlýnun jarðar sé af mannavöldum og að halda að við getum gert eitthvað í henni er afar lagsótt. Það hefur oft verið hlýrra á þessari plánetu í aldana rás en nú er.
Jónas Rafnar Ingason, 12.3.2009 kl. 23:37
Það eina sem er jákvætt við þessa móðursýki er að mengunarumræða almennt er af hinu góða. En þessi réttrúnaður að það þurfi að skattleggja útblástur, er runnið undan rifjum vinstrimanna sem hata gróðapunga og kapitalismann. Þeir vilja útdeila lífsins gæðum úr almannasjóðum og fá prik fyrir gæsku og réttlæti. En skattlagningarárátta þeirra gæti haft mun alvarlegri áhrif á mannkynið og lífsafkomu þess, en lítilsháttar hlýnun, sem vel að merkja er EKKI manninum að kenna, sakvæmt því sem vaxandi fjöldi vísindamanna er farinn að átta sig á. Fyrir nokkrum misserum síðan voru þessir efasemdarmenn hrópaðir niður og kallaðir "afneitunarsinnar". Slík uppnefni eru nú óðum að hljóðna.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.3.2009 kl. 00:56
Hér að ofan eru nokkrir spekingar að tjá sig... sennilegast allir með mikla sérþekkingu á málefninu... eða ekki!
Að halda að ógrynni sérfræðinga séu samankomnir til þess að predika "trúarbrögð" er álíka heimskulegt og flest annað sem hér er skrifað. Að vera það ofurseldur sinni eigin trú og pólistísku sannfæringu og geta þar af leiðandi ekki tekið upplýsta afstöðu sem smellpassar ekki inn í það er enn verra.
Vísindi mega aldrei verða trúarbrögð er hér skrifað, en mega pólistískar skoðanir verða það?
Kristín (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 06:41
Sérfræðingar og eða "trúarbrögð". Ef farið er yfir afrek sérfræðinga t.d. síðustu 30 - 40 árinn, þá eru það ekki svo fá mistök sem komið hafa fram og þá miða ég ekki bara við lyfja og lækna mistök, sem eru daglegt brauð, því miður, heldur hafa sérfræðingar á öllum sviðum, einhverntíma gert mistök og þá með misjafnlegum afleiðingum eðli málsins samkvæmt. Mér skilst, af mönnum sem fylgjast vel með þessum málum, að öll líkön sem sett eru upp til að mæla fyrirbrigðið, séu alltaf rangvísandi vegna þess að það vantar alltaf einhvarn mikilvægan þátt t.d. hvað hafið er góður hitageymir á vissum tímum og ( kulda )geymir á öðrum tíma árs. Þetta nægir til að gefa fullkomlega ranga mynd af fyrirbrigðinu. Ath. Þegar ég nefndi mengun af iðnaðarsvæðum, þá gleymdi ég Norður - og Suðurheimskautssvæðunum, Ástralíu og Langanesi. Kveðja.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 09:10
Kristín,
ef þú hefðir haft fyrir því að lesa skrif mín af athygli hefðir þú tekið eftir því að ég hef t.d. sótt ráðstefnu um umhverfismál (hlýnun á norðurslóðum). Sú samkoma var algerlega einhliða, hún tók ekki til skoðunar önnur sjónarmið, aðrar vísindaniðurstöður sem mögulega hefðu breytt sameiginlegri sýn vel flestra á þessari ráðstefnu. Í panel í lok þingsins var þó leyft að setja fram örlítinn varnagla við annars sterkorðaðri niðurstöðu - sem í mínum huga bar svip trúaarbragðayfirlýsingar. Í einkaviðtölum, ef maður viðrari aðrar skoðanir en þessar viðteknu, vakti það undrun og vonbrigðum hjá viðmælendum. Sannfæringin var slík að ekki var rúm fyrir gagnrýna hugsun. Sem sagt, allt andrúmsloftið minnti á trúarbragðasamkomu - nú, eða pólitíska samkomu tiltekinna stjórnmálaskoðana.
Ólafur Als, 13.3.2009 kl. 13:02
Að meirihluti vísindamanna séu sammála um eitthvað eru léleg rök, það þýðir ekki endilega að það sé rétt. Fyrir nokkrum áratugum trúðu meirihluti vísindamanna að næsta ísöld væri handan við hornið.
Annars er hátt hlutfall vísindamanna sem trúa ekki gróðurhúsakenningunni, margir hafa það einfaldlega á tilfinningunni að þeir séu fáir vegna þess að fjölmiðlar hafa minni áhuga á að gefa þeim orðið (neikvæðar fréttir selja betur).
Geiri (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.