Fréttagreiningadeild Íslandsbanka

Enn eru greiningardeildir bankanna að störfum fyrir fjölmiðla. Metnaðarlausir fréttamenn meðtaka fréttatilkynningar frá bönkunum og vinna úr þeim "fréttir". Að þessu sinni eru spádómskúlur Íslandsbanka notaðar til þess að spá fyrir um þróun vaxta og verðlags. Ef, fyrir eitthvert kraftaverk, greiningardeildin hefði rétt fyrir sér er ljóst að niðurfærsla vaxta er allt of hæg. Sé þróun verðlags skoðuð ætti vaxtastigið að vera komið niður fyrir 6% í lok ársins - að því gefnu að ekkert óvænt komi upp á næstu misserum.

Lækkunarferlið hófst reyndar hjá fráfarandi stjórn Seðlabankans og það verður forvitnilegt að sjá hvort ný yfirstjórn, til bráðabirgða, muni leggja eitthvað að mörkum í átt til lækkunar vaxta. Þegar hefur verið gefið út að axlarbönd krónunnar - gjaldeyrishöftin - muni standa fram á haustið og á meðan vinnst tími til þess að ráða fram úr krónubréfunum. En fyrirtæki landsins og heimilin bíða þess að vextir lækki og það væri til lítils ef tækist að koma á lífvænlegum gjaldeyrismarkaði ef allar aðrar stoðir efnahagsins væru fallnar.


mbl.is Spá stýrivaxtalækkun á fimmtudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband