20.3.2009 | 11:09
Kveður vorboðinn ljúfi burt leiðindin?
Birtan bítur myrkrið og Íslands gleðigjafi minnir á sig. Þó eru hugir margra myrkir þessa dagana og ekki víst að Lóusöngurinn nái að bregða birtu í hugarheim þeirra. Söngur Lóunnar gefur von um betri tíð. Hennar fagnandi dirrindí er til marks um að á Íslandi hefur í hennar huga ekkert breyst. Landið blasir við henni með öllum sínum gjafmildu eiginleikum og örþreytt sest hún niður á strönd og hugleiðir komandi tíð. Vonbrigði þjóðarinnar eru Lóunni ókunn en ef gleðisöngur hennar blæs ekki von í brjóstum manna er illa komið fyrir okkur öllum.
Lóan er komin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.