Eiga lífeyrissjóðirnir einnig að leggja fé til uppbyggingar?

Hið mikla verðfall á eignum lífeyrissjóðanna hefur, eins og gefur að skilja, komið misjafnlega niður á sjóðunum. Hinn mikli vöxtur eignanna undanfarin ár vó að miklu leyti upp fallið í haust en þó ekki nægilega til þess að viðhalda skuldbindingum þeirra allra. Forvitnilegt væri nú að skoða hvaða sjóðir hafa staðið sig betur en aðrir og hvað mögulega liggi þar að baki. Einnig hvaða fjárfestingastefnu stjórnir sjóðanna sjá fyrir sér að fylgt verði á næstu árum.

Lífeyrissjóðir eru öðrum þræði fjárfestingasjóðir og eins og gefur að skilja ættu menn ekki að sækja í mjög áhættusamar fjárfestingar fyrir sjóðsfélaga. Nú er komin upp sú staða að tiltekin stjórnmálaöfl ætlast til þess að arður fjárfestinga verði settur út í atvinnulífið á ný. Að menn afsali sér rétti sínum til arðgreiðslna af því fé sem sett er í fyrirtækin. Getur verið að þetta eigi einnig við um lífeyrissjóðina, að þeir afsali sér arði af sínum fjárfestingum?

Hugsunin um að arður renni nær óskertur til uppbyggingar kann einhverjum að þykja göfugt og jafnvel sjálfsagt við núverandi aðstæður. En maður spyr sig hvort nýir fjárfestar fáist til þess að leggja fé af mörkum við slíkar aðstæður. Verður nýjum fjárfestum lofað gulli og grænum skógum síðar eða eiga þeir að reiða fé fram án vonar um að fá af því rentur? Ætli færi ekki fyrir þeim eins og mér, að féð yrði lagt inn á banka og fengið af þeim litlar en öruggar rentur.


mbl.is Lífeyrisréttindi skerðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband