6.6.2009 | 16:14
Þjóðin á þetta skilið, ekki satt?
Það er hnútur í maganum á mér. Hann er af tvennu tagi. Annars vegar yfir úrslitum þessa máls og hins vegar yfir örlögum þessa lands að búa við núverandi stjórnvöld. Núverandi stjórnarherrar og -frúr hrósuðu sér af því að Icesave málið væri komið í mun betri farveg eftir að ríkisstjórn Geirs H. Haarde var bolað frá. Hvernig þetta mál hefði átt að fara verr, átta ég mig ekki á. Hver gerir það, annars?
Ég tek eftir því að sumir dindlar ríkisstjórnarinnar verja sig með því að þetta hafi allt saman verið Sjálfstæðisflokknum og frjálshyggjunni að kenna. Þeir hafa sumpart rétt fyrir sér en gleyma því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur notið stuðnings Framsóknar, Samfylkingar og Alþýðuflokks. Að afgreiða hrunið með þessari einföldu sýn tekur ekki á þeirri flóknu atburðarás, innlendri og erlendri, sem kom efnahag þjóðarinnar á kné.
Það hefur verið látið að því liggja að ein ástæða þess að stjórnvöld hafi ekki beitt sér sem skyldi, til þess að verja hagsmuni almennings á Íslandi, sé undirlægjuháttur krata gagnvart Evrópusambandinu. Í mínum huga leikur ekki vafi á því. Ósk jafnaðarmanna um að gangast Brussel á vald er svo sterk að þeir blindast í hagsmunagæslu sinni fyrir land og þjóð. Ekki svo að skilja að þeir vilji selja landið fyrir slikk - en næstum því! Og undir þetta skrifar VG af ástæðum sem erfitt er að henda reiður á.
Hvað er til ráða fyrir land þetta og þjóð? Núverandi stjórnvöldum var komið á, fyrst með valdi, síðan í lýðræðiskosninu. Samkvæmt því höfum við fengið það sem við verðskuldum, ekki satt? Við hljótum að verðskulda að vera komin á sveitina í alþjóðlegu tilliti - ætli leiðin til Brussel verði með því auðveldari? Bugaðri þjóð er því sem næst ætlað að kokgleypa rök taglhnýtinga Brusselvaldsins.
Bretar fagna Icesave-samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:35 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er hræðilegt.
Ég bara von að guð gefi að það verði ekki samþykkt ríkisábyrgð á þessa vitleysu
Ég hef aldrei farið á mótmælafund. Nú skal ég mæta
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 7.6.2009 kl. 02:27
Já, Gunnar, það er beygur í manni. Ekki svo að skilja að ábyrgðin hvíli alfarið á þessum stjórnvöldum, hér spilar margt inn í, en þau sóttust eftir því að takast á við þetta vandamál og nú eru allar líkur á að þjóðin gjaldi fyrir linkindina. Ég fer ekki ofan af því að ábyrgð þeirra sem vilja verða hluti af stórríkinu á meginlandinu er mikil.
Ólafur Als, 7.6.2009 kl. 03:10
Óli, ég er ekki viss um að við hefðum fengið betri lausn í þetta þó svo að okkar flokkur hefði verið við völd. Við verðum að sætta okkur vð að það var ekkert í spilunum annað en vinstri stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn hefði aldrei fengið frið til þess að gera það sem nú lendir á flokkunum sem stundum hafa verið kallaðir niðurrifsöflin. Staðreyndin er sú að við erum í afar þröngri stöðu. Mikilvægu málin framundan er að fá bankana í gang og að laða hingað erlend fyrirtæki sem eiga peninga. ÉG tel líklegt að Steingrímur skilji þetta vel og sé ekki eins mikill kommi og hann þykist stundum vera. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa gengið of lang í því að einkavæða almenningseignir og vildu ganga lengra. Það að auki var staðið vitlaust að þessu við ofríki Halldórs og Davíðs og við verðum lengi að bíta úr nálinni vegna þessara hluta. Eins og góður sjálfstæðismaður sagði um daginn: fyrst hætti íhaldið að ræða pólitík svo með tímanum hættu menn að hugsa um hana líka. Flokkurinn brást. Þetta hrun hefur mun meira með vondan social democratisma að gera en nokkuð annað. Ábyrðarleysi upp á áhættu skattborgara er alls ekki í anda frjálshyggjunnar, hvort heldur er í USA eða hér á Íslandi.
Smjerjarmur, 7.6.2009 kl. 09:32
Sandfylkingin er tilbúin að selja land og þjóð fyrir baunadisk. Steingrímur er kominn að kötlunum og vill halda sér þar sem lengst, sama hvað það kostar, tilbúinn að kyngja öllu því sem hann hefur áður sagt og fullyrt, svo framarlega að hann fái að vera lengur við völd.
Svo spyr ég, hvaða heilvita manni hefði dottið í hug að fá Svavar Gestsson til að semja um Icesave fyrir okkar hönd ? maður sem aldrei hafði komið að nokkrum samningum, nema hrossakaupum í þeim ríkisstjórnum sem hann sat hér á árum áður.
Tómas Ibsen Halldórsson, 7.6.2009 kl. 13:37
Það er ekki björt framtíðin sem ráðamenn bjóða upp á en tvöfeldnin og leynimakk Steingríms J er fyrir neðan allar hellur.
Sigurjón Þórðarson, 7.6.2009 kl. 13:42
Að anda rólega er ekki hægt við þessar aðstæður. Það er ekki hægt að líta framhjá því, Stefán, að núverandi stjórnvöld sóttust eftir þessum kaleik og hafa klappað óspart á bak sér fyrir hvernig staðið hefur að málum; miklu betur en ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Hvað sem yfirlýsingum líður frá því skömmu eftir hrun og afglöp þeirra sem voru við stjórnvölinn þá hefur fjölmargt komið á daginn síðan sem hefur orðið til þess að breyta stöðunni. Sigmundur Davíð hefur talað af ágætu viti um málið og bent réttilega á hve aðferðafræði núverandi stjórnvalda er veik. Að öðru leyti finnst mér þú vera í gömlu fari þegar þú spyrðir hina ýmsu herramenn við ástandið en það má ljóst vera að ábyrgð þeirra var mikil, sem og fjölmargra annarra. En fyrst og fremst er hér verið að fjalla um hvað gera eigi en ekki hvernig við komum okkur í þessa aðstöðu.
Ólafur Als, 9.6.2009 kl. 02:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.