Frakkar og Danir gefa ekkert eftir

Frakkar voru svakalega sterkir á móti Þjóðverjum og ávallt skrefinu á undan annars baráttuglöðum andstæðingum. Vörnin var áfram sterk og Omeyer varði á köflum meistaralega. Bauer klikkaði á sínu fyrsta víti í keppninni á móti hinum sterka franska markverði. Frakkar spila af einstakri yfirvegun og þrátt fyrir að Tjóðverjar spiluðu vel í vörn var þýsku sókninni um megn að brjóta á bak aftur samvinnu frönsku varnarmannanna. Ótrúlega mikil yfirvegun er yfir öllum leik Frakkanna, einstakir leikmenn leggja sig allan fram og vandséð að nokkuð standi í vegi fyrir meisturunum á leið þeirra að gullverðlaununum.

Danir gerðu út um leikinn snemma í síðari hálfleik og komust tíu mörkum yfir, 24:14, eftir samtals 40 mínútna leik. Teir héldu áfram að pressa á lánlausa Pólverja og komust m.a. tólf mörkum yfir áður en þeir slökuðu lítillega á undir lokin. Hvidt hélt áfram að verja vel og allt danska liðið geislaði af sjálfstrausti. Wilbek sagði eftir leik að hann þyrfti að klípa sig í handlegginn, hann tryði þessu varla, tveir tíu marka sigrar í röð á móti tveimur heimsklassaliðum staðreynd. Nú er brautin bein fyrir Danina, þeir ættu undir öllum kringumstæðum að landa sigri á móti Slóvenum og ekkert nema stórslys sem gæti komið í veg fyrir að Danir spiluðu um verðlaun á fjórða Evrópumótinu í röð.


mbl.is Frakkar fyrstir í undanúrslitin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband