26.2.2009 | 11:22
Uppgjör Sjálfstæðismanna
Ætli maður verði ekki að hrósa manninum fyrir þessa ákvörðun sína. Það er jákvætt að menn séu hægt og bítandi að átta sig á, að þeir eru ekki ómissandi. Til þess að endurreisn Sjálfstæðisflokksins megi verða sem best, er nauðsynlegt að e.k. uppgjör fari fram. Það er vitanlega hægt að sinna því með því að foringjar fari frá hægt og hljótt en vissulega saknar maður einhvers meira. Hvort landsþingið verði sá vettvangur er óljóst en vissulega væri það flokknum til góða ef menn hafa dug og þor til þess að fara í málefnalega uppstokkun. Það yrði happaskref fyrir þjóðina, því hún þarfnast þess að hugsjónir flokksins verði leiðandi í uppbyggingarstarfi næstu ára.
Forystusveit Sjálfstæðisflokksins var upptekin við veisluhöld auðmanna og glasaglaumi umheimsins. Flokkurinn missti sýn á forystuhlutverki sínu og lagðist lágt fyrir samstarfsflokki sínum, m.a. með því að boða til Evrópuumræðu á forsendum Samfylkingarinnar. Það var ekki hátt risið á Sjálfstæðisflokknum við afgreiðslu þess máls, þó svo að brugðist hafi verið við ákalli um breytta stefnu í Evrópumálum, af nokkurri skynsemi og heiðarleika. Forysta Sjálfstæðisflokksins brást á örlagastundu í sögu þjóðarinnar og þó svo að samstarfsflokkurinn hafi verið óstjórntækur í kjölfar hrunsins verða Sjálfstæðismenn að axla ábyrgð, eins og Árni gerir nú, fara í hugmyndafræðilega heimavinnu og skipa nýju fólki í framvarðasveitina.
Árni Mathiesen ekki í framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.2.2009 | 20:53
Hugmyndafræðilegt gjaldþrot stjórnarherranna
Afgreiðsla þessa máls er til háðungar fyrir stjórnvöld og einkennandi fyrir hið sjúklega ástand sem komið er upp á íslandi. Geðbrigðin sem stjórnarþingmenn og ráðherrar hafa sýnt í þessu máli eru til marks um undarlegar hvatir og myrka hugsun. Ég treysti ekki fólki, sem lætur persónulega óvild í garð eins manns, hafa áhrif á stjórn landsmálanna. Af þeim mikilvægu málum sem bíða úrlausnar hefur ríkisstjórnin lagt ofuráherslu á að koma þessu frumvarpi í gegn - og með slíkum hætti, að hún hefur þverbrotið öll sín fyrirheit um samvinnu og að leyfa alþingi góða aðkomu að málum.
Ríkisstjórnin stendur hugmyndafræðilega berstrípuð frammi fyrir þjóðinni. Sá bráðavandi sem að þjóðinni steðjar, og kallaði á nýja ríkisstjórn, hefur gefið af sér uppsagnarbréf til Davíðs Oddssonar. Að vísu fagnar hluti þjóðarinnar, því hið nýja Ísland er blóðþyrstur andskoti. Þar standa bjálkarnir framúr augntóftunum á nýju stjórnarherrunum og þeirra aðdáendum. Sjálfstæðismenn hafa verið gagnrýndir fyrir að opna kjaftinn, það mætti ekki tefja fyrir hinum góðu verkum. Eftir þessa afgreiðslu mála hvet ég þingmenn Sjálfstæðisflokksins til þess að nota hvert tækifæri til þess að láta í sér heyra, því svona vitleysu á ekki að láta bjóða sér.
Hægt, en örugglega, étur búsáhaldabyltingin börnin sín ... og hið nýja Ísland fær á sig ásjónu sjúklings.
Seðlabankafrumvarp afgreitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.2.2009 | 11:18
Lækkunarferli framundan ... en kemur það of seint?
Um Seðlabankann ríkir óvissa þessa dagana, til skaða fyrir alla. Núverandi yfirvöld hafa hagað því þannig að enginn veit hvað gerist. Síðasta vaxtaákvörðun festi í sessi 18% vexti út marsmánuð en lækkaði lítillega hliðarvexti, sem hugsanlega var ávísun á lækkunarferli. Við munum því sjá lækkun vaxta innan tíðar en mögulega ekki fyrr en í aprílmánuði. Sú lækkun mun líklegast ekki koma nógu snemma, né verða nægilega mikil til þess að koma að verulega gagni alveg á næstunni.
Verðbólga mælist 17,6% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2009 | 01:23
Hvar eru stóru bjargráð heimilanna og fyrirtækjanna í landinu?
Það er komin upp sú ólíkindastaða í íslenskum stjórnmálum að stjórnarandstaðan má helst ekki opna munninn, án þess að vera sökuð um málþóf. Stór hluti þjóðarinnar gerir sér grein fyrir því að aðgerða er þörf en jafnframt hefur verið þrýst á stjórnarskipti og minnihlutastjórn tekin við til bráðabirgða. Sú aðgerð hefur ekki orðið til þess að skýra mál eða draga fram pólitíska forystu, sem er í stakk búin til þess að leiða þjóðina út úr þeim ógöngum sem hún er í. Núverandi minnihlutastjórn hefur ekki framtíðarsýn, hún leiðir ekki hina pólitísku umræðu, hún leitar ekki eftir sáttum á alþingi og hún er í raun fálmandi í myrkri eigin pólitískra hreinsana - enn sem komið er!
Í stað þess að beina sjónum sínum að stjórnvöldum og kalla eftir aðgerðum til bjargar heimilum og fyrirtækjum í landinu hefur kastljósið beinst að aðförinni að núverandi Seðlabankastjórn. Hvað sem mönnum kann að finnast um störf DO og hinna bankastjóranna má ljóst vera að ef það er úrslitamál að koma þeim út úr bankanum, þá ætti að gera það í einhverri sátt á milli aðila, í stað þess að reka málið uppi í fjölmiðlum. Með því að reyna að slá pólitískar keilur í því máli hafa stjórnvöld skaðað starfsemi bankans, aukið á vantrú og skapað óróa í kringum þessa veigamiklu stofnun.
Hefur afgreitt færri frumvörp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2009 | 12:30
Icesave-nefndin vakin upp frá dauðum
Icesave-nefndin hefur verið forystu- og verkefnalaus í meira en tvo mánuði. Það er aðllega á ábyrgð Samfylkingarinnar en einnig núverandi samstarfsflokks hennar. Stjórnvöld hafa verið m.a. upptekin við að slá pólitískar keilur í Seðlabankamálinu og sýnt geðbrigði útaf smávægilegum töfum í því máli. Með því er ekki verið að segja að ekkert hafi verið unnið, né að ekki standi vilji til góðra verka. Slíkt er vitanlega öllum í huga, jafnvel þegar mönnum eru mislagðar hendur.
Í ofanálag hefur Samfylkingarfólk tekist það, sem maður hélt að væri ómögulegt, en það er að kvarta yfir pólitísku ístöðuleysi annarra. Fjölmargir kratískir bloggarar eru furðu slegnir yfir því að Framsóknarmenn séu ekki í takt við stjórnvöld en eru búnir að gleyma þeim upphlaupum og samtakaleysi sem einkenndi Samfylkingarfólk í síðustu ríkisstjórn. Sjálfbirgingsháttur kratanna lætur ekki að sér hæða, hvorki nú né á öðrum stundum.
Um tilskipun Svavars hefur maður í raun lítið að segja - hún hlýtur að vera eins fagleg og tilefni standa til. Hæfi hans umfram fyrirrennara sinn, sem varð fórnarlamb í pólitískum hreinsunum núverandi stjórnar, eigum við eftir að heyra um. Ja, ekki nema nú sé búið að gleyma öllum fögru fyrirheitunum um opna og gegnsæja stjórnsýslu. Munu fjölmiðlar fylgja því eftir - eða eiga þeir einnig að makka með núverandi stjórnvöldum, eins og ætlast er til af stjórnarandstöðunni?
Svavar stýrir Icesave nefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2009 | 10:02
Hver er hættan?
Grunnvextirnir haldast óbreyttir, eða 18%. Hin lítillega lækkun á óverðtryggðum lánum og skaðabótarvöxtum kann að vísa til þess að hjá Seðlabankanum sé hafið lækkunarferli vaxta. Á meðan þessum vöxtum er ætlaður líftími til loka marsmánaðar munu því 18% prósent vextir verða innheimtir af almennum lánum, nokkuð sem fáir kunna að skýra. Er eitthvað sem Seðlabankinn veit en ekki almenningur í þessu landi? Hvers vegna kalla stjórnvöld ekki eftir svörum og leyfir yfirstjórn bankans að svara fyrir þessa háu vexti? Var viðskiptanefnd ófær um að falast eftir slíkum upplýsingum? Getur forsætisráðherra, yfirmaður bankastjóranna, óskað eftir slíku?
Vitanlegu eru mennirnir við stjórnvölinn í Seðlabankanum ekki illa meinandi og þeir hafa her manna til þess að aðstoða sig við vaxtaákvarðanir. Þeim ber skylda til þess að upplýsa stjórnvöld og almenning um ástæðurnar að baki því að hafa hér vexti sem eru í óða önn að rústa fyrirtækjunum í landinu. Það voru gefin út þau boð þegar vextirnir voru hækkaðir í 18%, að tillögu AGS, að þeir vextir ættu að koma í veg fyrir fjármagnsflutninga úr landi. Síðan, og ekki löngu síðar, voru sett á gjaldeyrishöft sem hafa komið í veg fyrir slíkt.
Ef menn héldu að eitthvað verðbólgueldsneyti væri eftir í hagkerfinu, nema vegna falls krónunnar, hljóta menn nú að hafa sannfærst um að það sé allt uppurið. Seðlabankinn stjórnar að mestu genginu og því þarf ekki að vernda það umfram sjálf gjaldeyrishöftin. Á þetta hefur verið ítrekað bent á. Hvaða önnur vá Seðlabankinn er að vernda okkur frá, sem er stærri og hættulegri en að fyrirtækin fari á hausinn, er orðið tímabært að hann upplýsi okkur um.
Vextir óverðtryggðra lána lækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2009 | 11:29
Irena Sendler og pólitískur rétttrúnaður ...
Maður fer víst ekki jafn oft á bíó og áður fyrr. Mér skilst að myndin sem hafi unnið sé góð en einnig hafi aðrar gert atlögu að verðlaunastyttunni góðu. Eitt kom mér þó á óvart en það er að Mickey Rourke skyldi ekki vinna. Stundum hefur manni virst sem verðlaunaafhendingin beri svip pólitísks rétttrúnaðar - í þetta sinn var Sean Penn verðlaunaður fyrir túlkun sína á samkynhneigðum manni sem fór ótroðnar slóðir og komst til metorða í stjórnmálum. Það þykir eflaust mörgum við hæfi vestur í henni ameríku.
Því verður ekki á móti mælt að pólitískur rétttrúnaður hefur sett sitt mark á fjölmörgum sviðum lista, vísinda og stjórnmála í seinni tíð. Ekki er langt síðan Al Gore fékk friðarverðlaun Nobels fyrir sína áróðursmynd um hnattræna hlýnun, sem síðar hefur mætt mikilli gagnrýni úr öllum áttum. Við ákvörðun þess hver fær friðarverðlaunin á hverjum tíma fer fram samkeppni. Al Gore þurfti m.a. að keppa við pólska konu, sem hafði með eigin hendi bjargað á þriðja þúsund Gyðingabörnum úr gettóinu í Varsjá í seinni heimstyrjöldinni.
Hún var tekin höndum, pyntuð, beinbrotin og lemstruð en tókst á ótrúlegan hátt að flýja og halda því leyndu frá ógnarstjórn nasista hvar börnin voru niðurkomin. Eins og gefur að skilja voru fáir foreldrar á lífi eftir stríðið en með elju tókst henni að koma flestum barnanna til skyldmenna að stríðinu loknu. Undir það síðasta sá eitt þessara barna sem hún bjargaði um að gera ævikvöldið hennar bærilegt. Þessi kona hét Irena Sendler. Hún hlaut ekki náð fyrir nefndinni í Osló, heldur Al Gore.
Ég hlakka til þess að sjá svipmyndir af hátíðinni. Þær eru ávallt glæsilegar, glæsileg skemmtiatriði, fólk prúðbúið og oftast er kynnirinn fyndinn. Ég veit reyndar ekki hver sá um kynninguna að þessu sinni.
Viltu vinna milljarð? sigraði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2009 | 01:06
Mun stríðsöxin verða grafin í samskiptum þjóðanna?
Þetta veit vonandi á gott. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að Bandaríkin ættu að losa um viðskiptahömlur gagnvart Kúbu og opna fyrir stjórnmálasamband á ný. Ekki svo að skilja að með því ættu menn að leggja blessun sína yfir alræðisstjórnina í Havana. Um langan aldur hafa stjórnvöld í Washington séð yfirvöld þar í réttara ljósi en margir í V-Evrópu. Hér rómantísera menn enn byltinguna og ganga um í Che Guevara bolum, með myndir af manninum sem skipulagði fangabúðir fyrir grunaða andstæðinga byltingarinnar á sínum tíma.
Aukin viðskipti og velmegun munu kalla eftir umbótum á stjórnmálasviðinu. Þetta hefur sagan sýnt okkur víðast hvar. Þegar almenningur á Kúbu kemst í nánara samband við umheiminn mun hann gera kröfu um aukin lýð- og mannréttindi. Fidel Castro getur ekki að eilífu haldið þjóð sinni við kúgun, heilaþvott og sjálfsupphafningu hins mikla byltingarforingja. Breytir þar engu þó svo að bróðirinn, Raul, sé tekinn við völdum. Byltingin hefur fyrir löngu étið börnin sín og það er kominn tími til þess að Kúbumenn og Bandaríkjamenn efli með sér viðskipti og samvinnu til framtíðar, báðum til hagsbóta.
Kúbustefnan verði endurskoðuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir af björgunaraðgerðum ríkja víða um heim vekja ekki hjá mér aukna von um að takist að ráða niðurlögum kreppunnar, alla vega ekki fljótlega. Ég hef fjallað um þetta m.a. áður og bent á að til þess að hægt sé að blása lífi í markaðshagkerfið á ný þurfi að skilgreina hlutverk hins opinbera í gangverki kapitalíska hagkerfisins betur, að ekki sé nú talað um að átta sig betur á aðdraganda aðsteðjandi vanda. Án slíkrar greiningar verða björgunaraðgerðir í besta falli plástrar á ástandið og minnisvarðar um veikleika stjórnvaldsaðgerða í lýðræðisríkjum.
Ljóst er að hvert stóra landið á fætur öðru innan Evrópusambandsins hefur markað sína eigin stefnu til þess að takast á við vandann. Ástandið mun einungis versna og ljóst er að bankakerfi Evrópu allrar stendur á brauðfótum, þrátt fyrir nýlegar afar kostnaðarsamar aðgerðir ýmissa ríkisstjórna til þess að blása lífi í fjármálakerfin heima fyrir. Helstu stjórnmálaleiðtogar kalla hart eftir breyttum leikreglum en virðast ekki geta talað einni röddu á því sviði. Það er enda ekki hið mest aðkallandi verkefni á þessari stundu, það lítur að því að koma hjólum efnahagsins í gang svo samdrátturinn verði ekki enn meiri en orðið er.
Þar situr einmitt hnífurinn í kúnni. Leiðtogar Evrópu, líkt og vestanhafs, hafa e.t.v. ekki hugmyndafræðilegan eða þekkingalegan grunn til þess best að geta tekist á við vandann. Helstu hagfræðingar heims, þó svo að einstaka hafi varað við hættum, virðast ekki geta bent á leiðir út úr vandanum. Það er einna helst að frjálshyggjumenn vilji taka af skarið og benda á nauðsyn þess að leyfa hinum feysknu innviðum hagkerfisins að falla: að leyfa illa reknum fyrirtækjum undir forystu slæmra stjórnenda að fara á höfuðið, í stað þess að dæla ómældu opinberu fé til þess að viðhalda óarðbærum rekstri. Með því móti væri einungis verið að forða stjórnmálamönnum við að horfast í augu við sársaukann af atvinnuleysi og festa í sessi illa rekinn efnahag.
Þetta er vissulega rétt, nema ef væri ekki fyrir það sem raunverulega lýtur að hlutverki hins opinbera í efnahagssamdrætti markaðsvædds hagkerfis. Til þess að koma í veg fyrir frekari kólnun markaðarins er nauðsynlegt að hið opinbera grípi inní. Um það eru hagfræðingar að mestu sammála - enda er ljóst að innri leiðréttingu hins markaðsvædda hagkerfis er ekki hægt að treysta á. Því er nauðsynlegt að hið opinbera dæli ekki fé inní kerfið á þann máta að það sé einungis sem plástur á slæmt ástand. Það ætti miklu fremur að leyfa illa reknum fyrirtækjum að fara á hausinn, virkja þá innviði markaðarins sem þó virka til leiðréttingar á þeim bólum sem hafa þanið hagkerfin. Setja fram fjármuni til nýsköpunar, jafnvel tímabundinna verkefna sem slá á atvinnuleysið. Jafnframt að treysta stoðir fjármálakerfisins, ýta undir traust á fjármálamörkuðum, leggja drög að nýjum alþóðlegum viðskiptum o.s.frv.
Aðgerðir Obama-stjórnarinnar eru um of sniðnar að því að slá á sársaukann af afleiðingum kreppunnar, í stað þess að raunverulega reyna að takast á við hana. Hvað Evrópu varðar tel ég vandann vera enn meiri og muni áður en langt um líður sýna fram á veikleika sem einkenna evrópskt efnahagslíf undir hatti Evrópusambandsins. Því hefur algerlega mistekist að flétta saman hagsmuni einstakra landa við sameiginlega hagsmuni alls sambandsins. Hagsmunir stóru ríkjanna, og þá sérílagi Þýskalands og Frakklands, hafa verið ráðandi í sameiginlegri efnahagsstefnu sambandsins. Minni ríki hafa fylgt þessari stefnu því þau hafa m.a. talið sig fá vernd undir pilsfaldi slíkrar stefnu. Skýrasta dæmið er evrusamvinnan, sem nú hefur sýnt sig að vera einstaka ríkjum afar skaðleg.
Inn í þetta efnahagslega öngþveiti hamra íslenskir kratar og ýmsir aðrir sífellt á að ísland eigi að verða hluti af. Í þeim efnum er þeim sumum nær ekkert heilagt; hvert tækifæri er notað til þess að básúna áróðri um nauðsyn þess að litla Ísland eigi að komast inn undir pilsfald Evrópusambandsins og njóta leiðsagnar kratanna á meginlandi Evrópu á flestum sviðum mannlífsins - einnig hvað varðar stjórnsýsluna og lýðræðið. Það er ekki hátt risið á þessum mönnum, þeirra hlutskipti má líkja við þá íslenska höfðingja á þrettándu öld, sem vildu gangast Noregskonungi á hönd. Hvenær munu kratar treysta sjálfum sér til þess að láta gott af sér leiða á heimaslóð er spurning sem e.t.v. mun seint fást svar við.
Evrópuríki funda um kreppuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.2.2009 | 12:42
Handsal gagnkvæmra hagsmuna
Uppkaup Kínverja á bandarískum ríkisskuldabréfum hafa sumpart haldið uppi kaupmætti í Bandaríkjunum og stuðlað að neyslu umfram efni. Kínverjar eru orðnir helstu framleiðendur heims á alls kyns neysluvöru og því hafa skuldabréfakaupin ýtt undir uppbyggingu á þeirra heimavelli. Bandarísk stjórnvöld hafa í gegnum skuldabréfasölu fjármagnað fjárlagahalla ríkissjóðs, sem ekki á sér fordæmi í bandarískri sögu - stríðsreksturinn í Írak og Afghanistan hefur því verið fjármagnaður af skuldabréfakaupum Kínverja, en einnig Saudi-Araba, Japana og annarra, sem hafa haft fjármuni aflögu á seinni árum.
Það má líkja við vatnaskilum í stjórnmálum heimsins þegar utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur samvinnu á sviði efnahags og umhverfismála setja baráttuna fyrir mannréttindum til hliðar. Kínverjar sjá fram á það innan ekki mjög margra ára að verða leiðandi þátttakandi á sviði alþjóðamála. Sú þróun mun eðlilega leiða til aukins núnings við Bandaríkin á komandi árum. Hvað sem segja má um hlutskipti Bandaríkjanna í hinu flókna alþjóða samskipta- og valdatafli er næsta víst að Kínverjar munu vart þrýsta á lýðræðisþróun, hvað þá aukin mannréttindi í heiminum.
Reyndar ætti Clinton að fara varlega í að þakka Kínverjum skuldabréfakaupin, því ljóst er að þau hafa um margt veikt stöðu Bandaríkjanna á sviði efnahags og gert þeim erfitt fyrir að takast á við þann efnahagsvanda sem steðjar að þeim og heiminum öllum. Þó svo að Kínverjar hafi um sumt ráð Bandaríkjamanna í hendi sér, í ljósi skuldabréfaeignar upp á þúsundir milljarða dollara, er það jafnframt hagur Kínverja að Bandaríkin nái sér á strik, þó ekki væri fyrir annað en að verja þessa eign sína og til framtíðar tryggja að Bandaríkjamenn haldi áfram að kaupa kínverskar neysluvörur.
Þakkar Kínverjum skuldabréfakaupin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |